Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

302. fundur
6. desember 2021 kl. 16:00 - 16:40
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
730 Stekkjartún 1 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2110047
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Esterar Boateng Tómasdóttur, dagsett 7. október 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 198,3 m2 og 736,2 m3 einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóð hennar að Stekkjartúni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin
2.
740 Naustahvammur 67 - Umsókn um byggingarleyfi byggja við löndunarhús, seinni hluti
Málsnúmer 2111128
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 19. nóvember 2021, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvo 43 m2 og 774 m3 hráefnistanka og 122,7 m2 og 1.516,5 m3 viðbyggingu við núverandi löndunarhús á lóð fyrirtækisins við Naustahvamm 67-69. Viðbyggingin er tengibygging að tönkunum sem reistir verða við löndunarhúsið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin
3.
730 Stekkjarholt 19-21 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2112001
Lögð fram lóðarumsókn Ingvars Guðmundssonar, dagsett 30. nóvember 2021, þar sem sótt er um lóðina við Stekkjarholt 19-21 á Reyðarfirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
4.
730 Ægisgata 9 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2111144
Lögð fram umsókn Skútabergs ehf, dagsett 22. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Ægisgötu 9 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs frá síðustu endurnýjun lóðarleigusamnings, dagsett 5. febrúar 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs ásamt bæjarstjóra að ræða við umsækjanda og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
730 Heiðarvegur 18 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2110045
Lögð fram umsókn Skarphéðins Haraldssonar, dagsett 7. október 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Heiðarvegi 18 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
6.
Umsókn um framkvæmdaleyfi - sjóvarnir í Norðfirði og Eskifirði
Málsnúmer 2110110
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, ásamt fylgigögnum, vegna sjóvarna í Norðfirði og Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
7.
730 Stekkjargrund - Fyrirspurn um fjölgun íbúða
Málsnúmer 2112024
Lögð fram fyrirspurn Hauks Sverrissonar, dagsett 2. desember 2021, þar sem leitast eftir áliti á því hvort heimild fengist til að byggja 3. íbúða raðhús á lóðinni við Stekkjargrund 5-7 í stað parhúss og hvort heimild fengist til að byggja parhús á lóðinni við Stekkjargrund 13 í stað einbýlishúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið. Breyting á deiliskipulagi yrði grenndarkynnt næstu nágrönnum.
8.
750 Skólavegur 57 - Fyrirspurn um breytta notkun
Málsnúmer 2112025
Lögð fram fyrirspurn Jónasar Benediktssonar, dagsett 3. desember 2021, þar sem leitast eftir áliti á því hvort heimild fengist til að breyta notkun atvinnuhúsnæðis hans að Skólavegi 57 á Fáskrúðsfirði í fjölbýlishús með nokkrum íbúðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og telur að hægt sé að breyta notkun Skólavegar 57 í íbúðarhús.
9.
Krafa um skaðabætur vegna fasteignanna að Mánagötu 3 og 7 Reyðarfirði
Málsnúmer 2106098
Framlagt til kynningar trúnaðarmál um samkomulag við eiganda Mánagötu 3 og 7 um málalok.