Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
304. fundur
24. janúar 2022
kl.
16:00
-
16:50
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Kynnt staða innleiðingar grænna skrefa en reiknað er með að innleiðing hefjist um miðjan febrúar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd stefnir á að hafa opinn íbúafund þar sem umhverfis- og loftlagsstefnan verður kynnt, farið yfir hringrásarhagkerfið, fyrirkomulag úrgangsmála hjá sveitarfélaginu og reynslu af nytjamörkuðum
Reiknað er með að fundurinn verði í lok febrúar ef sóttvarna aðstæður leyfa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd stefnir á að hafa opinn íbúafund þar sem umhverfis- og loftlagsstefnan verður kynnt, farið yfir hringrásarhagkerfið, fyrirkomulag úrgangsmála hjá sveitarfélaginu og reynslu af nytjamörkuðum
Reiknað er með að fundurinn verði í lok febrúar ef sóttvarna aðstæður leyfa.
2.
Dýraeftirlit 2022
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstýru er varðar fyrirhuguð hundahlýðninámskeið í Fjarðabyggð á árinu.
3.
Lóðir til úthlutunar í Fjarðabyggð
Lagðar fram tillögur að lóðaskipulagi vegna þéttingar byggðar í Krossskálavík í Norðfirði milli Hafnarbrautar 34 og 48 og Miðgarðs 9 og 13.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framlagðar tillögur að afmörkun íbúðarhúsalóða á svæðinu og samþykkir að lóðum verði úthlutað í samræmi við þær.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framlagðar tillögur að afmörkun íbúðarhúsalóða á svæðinu og samþykkir að lóðum verði úthlutað í samræmi við þær.
4.
740 Sæbakki 19 og 21 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Sigurðar Steins Einarssonar, dagsett 16. janúar 2022, þar sem sótt er um einbýlishúsalóðirnar við Sæbakka 19 og 21 undir fjögurra íbúða raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
5.
735 Dalur við jarðgöng - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Guðna Þórs Elissonar, dagsett 20. janúar 2022, þar sem sótt er um lóð undir geymsluhúsnæði á fyrirhuguðu athafnarsvæði innan við byggðina á Eskifirði og utan gangnamunna Norðfjarðarganga samkvæmt óstaðfestu aðalskipulagi. Umrætt svæði er ódeiliskipulagt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu lóðarumsóknar. Nefndin felur sviðsstjóra- umhverfis- og skipulagssviðs að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu lóðarumsóknar. Nefndin felur sviðsstjóra- umhverfis- og skipulagssviðs að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
6.
730 Fagradalsá - Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna malarvinnslu
Lögð fram umsókn Sigurbjörns Marinóssonar um framkvæmdaleyfi, ásamt fylgigögnum, vegna fyrirhugaðrar 6.000 m3 efnistöku á um 6 ha svæði við Fagradalsá í Reyðarfirði. Leyfi Fiskistofu, til 20. janúar 2027 og umsögn Náttúrustofu Austurlands vegna efnistökunnar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
7.
735 Eskifjarðará - Umsókn um framkvæmdaleyfi til að hækka vatnsborð
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi, ásamt fylgigögnum, vegna fyrirhugaðrar
lagfæringar á steinum sem raðað hefur verið í Eskifjarðará til að hækka vatnsborð á nærsvæði Vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði. Leyfi Fiskistofu vegna lagfæringanna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
lagfæringar á steinum sem raðað hefur verið í Eskifjarðará til að hækka vatnsborð á nærsvæði Vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði. Leyfi Fiskistofu vegna lagfæringanna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
8.
735 Símonartún - Umsókn um stöðuleyfi, tveir 12 m gámar
Lögð fram beiðni Kristins Þórs Jónassonar fh. Sjósportsklúbb Austurlands og Bæjarhátíðarinnar Útsæðið, dagsett 18. janúar 2022 þar sem óskað er eftir heimild til að geyma tvo 12 m gáma á Símonartúni utan við þéttbýlið á Eskifirði. Samkvæmt óstaðfestu aðalskipulagi er gert ráð fyrir athafnarsvæði á svæðinu við Símonartún. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir hesthúsum og frístundabúskap á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að fara yfir skipulagsskilmála svæðisins og mögulegan kostnað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að fara yfir skipulagsskilmála svæðisins og mögulegan kostnað.
9.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Lagðar fram teikningar af viðbyggingu við leikskólann Dalborg þar sem gert er ráð fyrir útboði viðbyggingar fullbúinnar að utan.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytt útboðsfyrirkomulag. Endanlegri ákvörun um útboð er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytt útboðsfyrirkomulag. Endanlegri ákvörun um útboð er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
10.
Svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði
Lagt fram til kynningar skipunarbréf Magnúsar Jóhannessonar sem hefur verið skipaður formaður svæðisráðs sem hefur það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði sbr. lög um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018.