Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

306. fundur
24. febrúar 2022 kl. 16:00 - 16:55
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Græn Skref Fjb.
Málsnúmer 2112054
Lagt fram minnisblað umhverfisstýru, dagsett 18. febrúar 2022, er varðar innleiðingu grænna skrefa í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar áfanganum og felur umhverfis- og skipulagssviði að halda áfram með innleiðinguna samkvæmt framlögðu minnisblaði.
2.
Deiliskipulag Hlíðarenda - breyting, safnasvæði
Málsnúmer 2006072
Lögð fram að eftir auglýsingartíma tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir frá, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og HAUST liggja fyrir án athugasemda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti breytingu deiliskipulags Hlíðarenda.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
3.
735 Strandgata 52 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 2202126
Lögð fram byggingarheimildarumsókn Ríkiseigna. dagsett 14. febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu við austurenda húsnæðis fyrirtækisins að Strandgötu 52 á Eskifirði. Viðbyggingin hýsir stiga milli hæða til þæginda og öryggis fyrir starfsemina í húsinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingarheimild.
4.
740 Blómsturvellir 51 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2201193
Lögð fram lóðarumsókn Hafþórs Eiríkssonar, dagsett 31. janúar 2022, þar sem sótt er um lóðina við Blómsturvelli 51 á Norðfirði undir einbýlishús. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

5.
740 Leiruvegur - Umsókn um lóð við smábátahöfn
Málsnúmer 2202136
Lögð fram lóðarumsókn Nes7 ehf, dagsett 9. janúar 2022, þar sem sótt er um lóð innan við smábátahöfnina Norðfirði fyrir 559 m2 iðnaðarhús með 7-10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar.
6.
760 Ásvegur 30 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2202137
Lögð fram lóðarumsókn Elísar Péturs Elíssonar, dagsett 16. febrúar 2022, þar sem sótt er um lóðina við Ásveg 30 á Breiðdalsvík undir einbýlishús. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
7.
760 Ásvegur 16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2202138
Lögð fram lóðarumsókn Elísar Péturs Elíssonar, dagsett 16. febrúar 2022, þar sem sótt er um lóðina við Ásveg 16 á Breiðdalsvík undir einbýlishús. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
750 Hlíðargata 20 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2202075
Lögð fram umsókn Hrafnhildar Hallsdóttur, dagsett 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Hlíðargötu 20 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
750 Hlíðargata 40 Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2202100
Lögð fram umsókn dánarbús Þórs Sigurðarsonar, dagsett 9. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar dánarbúsins að Hlíðargötu 40 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
750 Hafnargata - Kæra vegna útgáfu byggingarleyfis
Málsnúmer 2108106
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna máls 138/2021 þar sem kærð var samþykkt bæjarstjórnar á afgreiðsla eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar og samþykk á umsókn Loðnuvinnslunnar hf. um byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga innan húss að Hafnargötu 32-34 á Fáskrúðsfirði. Kröfu um ógildingu á samþykkt á byggingarleyfi er hafnað.
11.
Göngu- og hjólastígur á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar
Málsnúmer 2108093
Lagðar fram tillögur að göngu- og hjólastíg milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun vegna göngu- og hjólastígs. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að leita umsagna viðeigandi stofnanna vegna legu göngu- og hjólastígs.
12.
Ókyngreindir búningsklefar og salerni í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2202006
Lagt fram til kynningar bréf Jafnréttisteymis og íþróttakennara Verkmenntaskóla Austurlands, dagsett 1. febrúar 2022, er varðar íþróttamannvirki á Norðfirði. Bæjarráð hefur vísað bréfinu til félagsmálanefndar, eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar, til umfjöllunar og skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendinguna og fyrir að vekja athygli á málinu. Nefndin felur jafnframt sviðsstjóra framkvæmdasviðs að kanna úrræði sem í boði eru til að koma á móts við kröfur um ókyngreinda búningsklefa og salerni í stofnunum Fjarðabyggðar. Nefndin vísar erindinu jafnframt til umfjöllunar í ungmennaráði.