Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

307. fundur
7. mars 2022 kl. 16:00 - 16:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Lögð fram til kynningar fundargerð, dagsett 23. febrúar 2022, frá opnun tilboða í viðbyggingu leikskólans Dalborgar en þrír aðilar gera tilboð í verkið í 7 tilboðum. Bæjarráð hefur vísað tilboðum til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og falið framkvæmdasviði að yfirfara tilboðin og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

2.
740 Kirkjuból, vinnubúðir - Umsókn byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 2203034
Lögð fram byggingarleyfisumsókn BM Vallá ehf, dagsett 3. mars 2022, þar sem sótt er um að tímabundin mannvirki fyrirtækisins sem stóðu við Kirkjuból í Norðfirði verði fellt út úr fasteignaskrá Þjóðskrár. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
3.
730 Búðargata 5 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2202176
Lögð fram umsókn Sævars Eiríks Jónssonar, dagsett 23. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Búðargötu 5 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
4.
735 Strandgata 61 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2202149
Lögð fram umsókn SA ehf. f.h. KAOZ Adventure ehf., dagsett 17. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings að Strandgötu 61 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
740 Naustahvammur 76 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2203021
Lögð fram umsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 1. mars 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings hafnarinnar að Naustahvammi 76 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað og deiliskipulag.
6.
750 Búðavegur 48 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2202169
Lögð fram umsókn Fylkis ehf, dagsett 22. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Búðavegi 48 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
7.
735 Strandgata 98b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101035
Lagt fram að nýju erindi Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 5. janúar 2021, þar sem óskað er efir lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófshús sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir þjónustu- og íbúðarhúsalóð við Strandgötu 98b hefur verið samþykkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
740 Naustahvammur 76 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203022
Lögð fram lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 1. mars 2022, þar sem sótt er um norð-austanhorn lóðarinnar við Naustahvamm 76 fyrir 1.000 m2 iðnaðarhús með 10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar.
9.
740 Kirkjubólseyrar 2 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2202200
Lögð fram lóðarumsókn Valgeirs Kristjáns Guðmundssonar, dagsett 28. febrúar 2022, þar sem sótt er um lóð undir fjárhús við Kirkjubólseyri 2 í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
10.
740 Strandgata - Minningarreitur
Málsnúmer 1806180
Lagt fram bréf Síldarvinnslunnar hf, dagsett 23. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp minningarreit SVN í samræmi við hönnunargögn. Á fundi sínum 7. júlí 2018 samþykkti eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðsetningu og uppsetningu fyrirhugaðs minningarreits.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar, líkt og áður, frumkvæði Síldarvinnslunnar og samþykkir gerð minningarreits í samræmi við framlögð hönnunargögn.