Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
307. fundur
7. mars 2022
kl.
16:00
-
16:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Kristjana Guðmundsdóttir
varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Lögð fram til kynningar fundargerð, dagsett 23. febrúar 2022, frá opnun tilboða í viðbyggingu leikskólans Dalborgar en þrír aðilar gera tilboð í verkið í 7 tilboðum. Bæjarráð hefur vísað tilboðum til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og falið framkvæmdasviði að yfirfara tilboðin og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
2.
740 Kirkjuból, vinnubúðir - Umsókn byggingarleyfi, niðurrif
Lögð fram byggingarleyfisumsókn BM Vallá ehf, dagsett 3. mars 2022, þar sem sótt er um að tímabundin mannvirki fyrirtækisins sem stóðu við Kirkjuból í Norðfirði verði fellt út úr fasteignaskrá Þjóðskrár. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
3.
730 Búðargata 5 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Sævars Eiríks Jónssonar, dagsett 23. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Búðargötu 5 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
4.
735 Strandgata 61 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn SA ehf. f.h. KAOZ Adventure ehf., dagsett 17. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings að Strandgötu 61 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
5.
740 Naustahvammur 76 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 1. mars 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings hafnarinnar að Naustahvammi 76 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað og deiliskipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað og deiliskipulag.
6.
750 Búðavegur 48 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Fylkis ehf, dagsett 22. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Búðavegi 48 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
7.
735 Strandgata 98b - Umsókn um lóð
Lagt fram að nýju erindi Péturs Karls Kristinssonar, dagsett 5. janúar 2021, þar sem óskað er efir lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófshús sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir þjónustu- og íbúðarhúsalóð við Strandgötu 98b hefur verið samþykkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
740 Naustahvammur 76 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 1. mars 2022, þar sem sótt er um norð-austanhorn lóðarinnar við Naustahvamm 76 fyrir 1.000 m2 iðnaðarhús með 10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar.
9.
740 Kirkjubólseyrar 2 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Valgeirs Kristjáns Guðmundssonar, dagsett 28. febrúar 2022, þar sem sótt er um lóð undir fjárhús við Kirkjubólseyri 2 í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
10.
740 Strandgata - Minningarreitur
Lagt fram bréf Síldarvinnslunnar hf, dagsett 23. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp minningarreit SVN í samræmi við hönnunargögn. Á fundi sínum 7. júlí 2018 samþykkti eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðsetningu og uppsetningu fyrirhugaðs minningarreits.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar, líkt og áður, frumkvæði Síldarvinnslunnar og samþykkir gerð minningarreits í samræmi við framlögð hönnunargögn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar, líkt og áður, frumkvæði Síldarvinnslunnar og samþykkir gerð minningarreits í samræmi við framlögð hönnunargögn.