Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

308. fundur
21. mars 2022 kl. 16:00 - 17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Málsnúmer 2106148
Í umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar kemur meðal annars fram að stuðlað verði að endurnýtingu með því hvetja til reksturs nytjamarkaða. Nytjamarkaðir geta dregið úr verðmætasóun og urðun ásamt því að vera atvinnuskapandi. Áhugasamir einstaklingar hafa verið í sambandi við sveitarfélagið vegna uppbyggingar nytjamarkaðar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir í framhaldi af íbúafundi sem haldinn var 28. febrúar síðastliðinn að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um aðkomu að uppbyggingu nytjamarkaðar.
2.
735 AT-200 - Deiliskipulag, athafnasvæðis
Málsnúmer 2201189
Lögð fram til umræðu fyrstu drög að deiliskipulagi athafnasvæðis innan við byggðina á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að deiliskipulaginu og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
730 Búðarmelur 5a-b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203077
Lögð fram lóðarumsókn Önnu Berg Samúelsdóttur, dagsett 10. mars 2022, þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 5a-b undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
4.
740 Naustahvammur 54 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203063
Lögð fram lóðarumsókn Multitask ehf, dagsett 9. mars 2022, þar sem sótt er um hluta af lóðinni við Naustahvamm 54 á Norðfirði undir atvinnuhúsnæði. Sótt er um 800 m2 af lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.

5.
715 Stefánsbúð - Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun, sumarhús
Málsnúmer 2201142
Lögð fram byggingaráformaumsókn Guðrúnar Margrétar Sólonsdóttur. dagsett 24. janúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun og endurgera Stefánsbúð í Mjóafirði. Breyta á notkun hússins í frístundahús. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.

6.
730 Brekkugerði 1 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2202186
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Patreks Trostanss Stefánssonar. dagsett 23. febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 241 m2 og 824,2 m3 einbýlishús á lóð hans að Brekkugerði 16 á Reyðarfirði. Jafnframt er sótt um stækkun lóðar um 5 m til austurs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingarleyfisumsóknina. Nefndin samþykkir jafnframt stækkun lóðarinnar í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.
730 Búðarmelur 9a-c - Umsókn um byggingarleyfi, raðhús
Málsnúmer 2203057
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hobarts ehf. dagsett 8. mars 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 291,7 m2 og 991,2 m3 þriggja íbúða raðhús á lóð fyrirtækisins að Búðarmel 9 a-c á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
740 Miðgarður 16A - Umsókn um byggingaráform, stækkun
Málsnúmer 2203086
Lögð fram byggingaráformaumsókn Gísla Gunnarssonar. dagsett 13. mars 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við og stækka bílskúr hans að Miðgarði 16a á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Miðgarðs 16 og 20.
9.
740 - Kirkjubólseyri 10 - Umsókn um byggingarheimild, hesthús
Málsnúmer 2203064
Lögð fram byggingaráformaumsókn Margrétar Lindu Erlingsdóttur. dagsett 9. mars 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 200 m2 og 781,1 m3 hesthús á lóð hennar við Kirkjubólseyri 10 í Norðirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
10.
735 Hátún 10 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2203065
Lögð fram umsókn Margrétar G. Beck, dagsett 9. mars 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Hátúni 10 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
11.
Viðgerð og endurbætur á Valhöll
Málsnúmer 2203079
Lagt fram til kynningar erindi frá Kvikmyndasýningarfélag Austurlands og Vinum Valhallar á Eskifirði varðandi viðhald á Valhöll Eskifirði í tengslum við fjáröflun vegna kaupa á sýningarkerfi. Bæjarráð hefur vísað erindinu til framkvæmdasviðs til úrvinnslu en á áætlun ársins er gert ráð fyrir viðhaldi á húsnæðinu. Jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Nesskóli - Tónskóli - viðhaldsverkefni
Málsnúmer 2203109
Lögð fram skýrsla Eflu vegna innivistar Tónskóla Norðfjarðar, dagsett 28. febrúar 2022 og yfirlit sviðsstjóra umhverfissviðs yfir viðhaldsmál tónskólans, dagsett 18. mars 2022. Í skýrslu Eflu kemur fram að mygla hafi fundist í Tónskólanum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fram aðgerðar- og kostnaðaráætlun um þær aðgerðir sem framundan eru.
13.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Lögð fram til kynningar samantekt sviðstjóra framkvæmdasviðs vegna tilboða í viðbyggingu við Leikskólann Dalborg, dagsett 18. mars 2022. Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við Launafl á grundvelli tillagna sem koma fram í samantekt og falið bæjarstjóra undirritun verksamnings.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að búið sé að taka tilboði í verkið.
14.
730 Sunnugerði 22 - Hæðarmunur á lóðarmörkum
Málsnúmer 2203093
Lagt fram erindi Kára Elvars Arnþórssonar, dagsett 15. mars 2022, þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð komi að kostnaði við frágang á lóðarmörkum vegna hæðarmunar á lóðunum við Sunnugerði 20 og 22 á Reyðarfirði. Lóðin við Sunnugerði 22 er óúthlutuð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt þátttöku í kostnaði vegna framkvæmda á lóðarmörkum. Nefndin felur sviðsstóra umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.
15.
Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.
Málsnúmer 2203081
Lögð fram til kynningar beiðni allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.