Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

309. fundur
4. apríl 2022 kl. 16:00 - 17:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Refa- og minkaveiði 2021-2022
Málsnúmer 2201007
Lagt fram minnisblað umhverfisstýru, dags. 31. mars 2022, er varðar samninga refa- og minkaveiðifólks í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir óbreytt fyrirkomulag er varðar samninga.
2.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Málsnúmer 2102084
Formaður kynnir tillögu að svæðisskipulagi Austurlands og umhverfismatsskýrsla hennar hefur verið birt til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og á vef Austurbrúar og Fjarðabyggðar og verður aðgengileg þar til og með 21. apríl næstkomandi. Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
3.
Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal
Málsnúmer 2204010
Lögð fram beiðni Múlaþings um umsögn við vinnslutillögu vegna rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
4.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Málsnúmer 2201189
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Dals, athafnasvæðis. Skipulagssvæðið er um 4,8 ha að stærð og er staðsett inn í dal á Eskifirði eða rétt sunnan megin við gangnamunna Norðfjarðarganga og austan megin Norðfjarðarvegar. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Dalbraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir 23. lóðum undir athafnarstarfsemi og léttan iðnað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin samþykkir jafnframt að breyta deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangnamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals, athafnasvæðis verði felldur úr gildi. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
Fyrirspurn um samræmi við deiliskipulag
Málsnúmer 2203139
Lögð fram fyrirspurn Síldarvinnslunnar um deiliskipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræðu á fundinum.
6.
735 Árdalur 17 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203173
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðabyggðar fh. Brákar hses, dagsett 30. mars 2022, þar sem sótt er um lóðina við Árdal 17 á Eskifirði undir parhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.


7.
740 Hafnarbraut 40 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203174
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðabyggðar fh. Brákar hses, dagsett 30. mars 2022, þar sem sótt er um lóðina við Hafnarbraut 40 á Norðfirði undir fjögurra íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8.
Umsókn um kaup á landi í eigu sveitarfélagsins
Málsnúmer 2203197
Lagt fram ódagsett erindi Shenouda Hanna Kamal þar sem óskað er eftir kaupum á húsnæðinu að Teigagerði í Reyðarfirði ásamt kaupum eða leigu á um 500 m2 landi undir húsnæðið. Áætlað er að gera húsnæðið upp og nýta sem geymslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt sölu hússins þar sem gert er ráð fyrir að Skógræktarfélag Reyðarfjarðar hafi þar aðstöðu.