Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
310. fundur
25. apríl 2022
kl.
16:30
-
18:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Elías Jónsson
varamaður
Kristjana Guðmundsdóttir
varamaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Vorbæklingur 2022
Lagt fram minnisblað umhverfisstýru um vorbækling Fjarðabyggðar 2022, dagsett 20. apríl 2022. Lagt er til að vorbæklingurinn verði áfram á rafrænu formi í anda umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar. Stefnt er að útgáfu vorbæklingsins 11. maí.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstýru að vinna áfram að gerð vorbæklings í samræmi við umræðu á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstýru að vinna áfram að gerð vorbæklings í samræmi við umræðu á fundinum.
2.
730 Seljateigur - Framkvæmdaleyfi, skógrækt
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Þóroddar Helgasonar þar sem gert er ráð fyrir 129 ha skógræktarsvæði í landi Seljateigs í Reyðarfirði. Lagður fram samningur Skógræktarinnar um þátttöku í nytjaskógrækt á lögbýlinu Seljateig ásamt afmörkun samningssvæðis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
3.
730 Seljateigshjáleiga - Framkvæmdaleyfi, skógrækt
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Sigurbjörns Marinóssonar þar sem gert er ráð fyrir 162 ha skógræktarsvæði í landi Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði. Lagður fram samningur Skógræktarinnar um þátttöku í nytjaskógrækt á lögbýlinu Seljateigshjáleigu ásamt afmörkun samningssvæðis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
755 Sævarendi 2 - Beiðni um stækkun lóðar og framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Malbikunarstöðvar Austurlands ehf um stækkun lóðar fyrirtækisins að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði ásamt beiðni um framkvæmdaleyfi vegna stækkunarinnar. Gert er ráð fyrir að lóðin verði sléttuð og malbikuð fyrir þjónustumiðstöð fiskeldis vegna samsetningar og viðhalds fiskeldiskvía með vegtengingu við smábátahöfn og hafnarsvæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin mun taka framkvæmdarleyfisumsóknina fyrir að fenginni afgreiðslu bæjarráðs á stækkun lóðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin mun taka framkvæmdarleyfisumsóknina fyrir að fenginni afgreiðslu bæjarráðs á stækkun lóðar.
5.
740 Miðgarður 16A - Umsókn um byggingaráform, stækkun
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarheimildarumsókn Gísla Gunnarssonar, dagsett 14. mars 2022, þar sem sótt er um leyfi til byggja við og stækka bílskúr hans að Miðgarði 16A á Norðfirði. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
735 Árdalur 2-18 - Umsókn um byggingarleyfi raðhús
Lögð fram umsókn ABC Bygginga ehf um uppsetningu vinnubúða á byggingarstað við Árdal 2-18 þar sem fyrirtækið byggir nú níu íbúða raðhús. Gert er ráð fyrir að vinnubúðir verði settar upp um miðjan maí og teknar niður í byrjun október. Gert er ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir 12 manns, snyrtingum og baðaðstöðu, eldhúsi, setustofu og skrifstofu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundna uppsetningu vinnubúða á lóðinni að fenginni jákvæðri umsögn slökkviliðs, HAUST og Vinnueftirlits.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundna uppsetningu vinnubúða á lóðinni að fenginni jákvæðri umsögn slökkviliðs, HAUST og Vinnueftirlits.
7.
730 Austurvegur 24 - Beiðni um endurnýjun á lóðarleigusamningi
Lagt fram bréf Lagaskila lögmannstofu, dagsett 13. apríl 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings Bakkagerðis ehf um lóð fyrirtækisins að Austurvegi 24 á Reyðarfirði. Lagt fram deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
8.
735 Svínaskálahlíð 7 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Katrínar Guðmundsdóttur, dagsett 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Svínaskálahlíð 7 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
740 Tröllavegur 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Gunnars Þorsteinssonar, dagsett 20. mars 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Tröllavegi 4 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
740 Kirkjumelur - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar, dagsett 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings sveitarfélagsins við Kirkjumel í Norðfjarðarsveit. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
11.
730 Seljateigur, stofnun lands
Lögð fram tillaga að samningi um landskipti Seljateigs, Seljateigshjáleigu og Móa ásamt yfirlýsingu um staðfestingu á hnitsetningu landamerkja Seljateigs, Seljateigshjáleigu, Kollaleiru og Sléttu. Lagður fram hnitsettur landamerkja uppdráttur jarðanna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskipti og landamerki og felur bæjarstjóra undirritun samninga. Jafnframt vísar nefndin samningi og yfirlýsingu til kynningar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskipti og landamerki og felur bæjarstjóra undirritun samninga. Jafnframt vísar nefndin samningi og yfirlýsingu til kynningar í bæjarráði.
12.
Beiðni um framlengingu á geymsluleyfi starfsmannabúða að Haga 2021-2022
Lagt fram bréf Ormarrs Örlygssonar fh. Alcoa Fjarðaál, dagsett 19. apríl 2022, þar sem óskað er eftir framlengingu á leyfi vegna stöðu starfsmannabúðanna að Högum til 1. júlí 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðu starfsmannabúðanna á sömu forsendum og árið 2020 og miðast það við þann fjölda vinnubúðaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðu starfsmannabúðanna á sömu forsendum og árið 2020 og miðast það við þann fjölda vinnubúðaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2021.
13.
Viðhald vega í Mjóafirði 2022
Lagt fram erindi Sigfúsar Vilhjálmssonar vegna viðhalds vega í Mjóafirði, dagsett 17. apríl 2022. Þó einhverju viðhaldi hafi verið sinnt í Mjóafirði er enn margt sem betur má fara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fylgja því eftir hjá Vegagerðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fylgja því eftir hjá Vegagerðinni.
14.
Endurskoðun á hámarkshraða á Breiðdalsvík
Lagt fram erindi Helgu Rakelar Arnardóttur, dagsett 5. apríl 2022, varðandi endurskoðun á hámarkshraða á Breiðdalsvík. Bent er á að merkingar vegna hámarkshraða vanti þó gert sé ráð fyrir 40 km/klst. hámarkshraða, þá er lagt til að hámarkshraði í verði lækkaður í 20 til 25 km/klst. í íbúðargötum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma upp merkingum vegna hámarshraða í samræmi við umferðarsamþykkt á Breiðdalsvík en innan þéttbýlis er gert ráð fyrir 40 km/klst. annarsstaðar en frá Selnesi að Sólvöllum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Nefndin mun taka ábendingar til athugunar við næstu endurskoðun umferðarsamþykktar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma upp merkingum vegna hámarshraða í samræmi við umferðarsamþykkt á Breiðdalsvík en innan þéttbýlis er gert ráð fyrir 40 km/klst. annarsstaðar en frá Selnesi að Sólvöllum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Nefndin mun taka ábendingar til athugunar við næstu endurskoðun umferðarsamþykktar.
15.
Framkvæmdarsvið verkefni 2022
Lagt fram minnisblað um framkvæmdir ársins 2022 til kynningar.
16.
Framkvæmdarsvið verkefni 2022
Lagt fram minnisblað varðandi það að Hitaveita Fjarðabyggðar bjóði íbúum Eskifjarðar upp á að endurnýja varmaskipti gegn greiðslu, dagsett 22. apríl 2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar tillögur og felur forstöðumanni veitna að auglýsa þjónustuna samkvæmt minnisblaðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar tillögur og felur forstöðumanni veitna að auglýsa þjónustuna samkvæmt minnisblaðinu.
17.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022
Lögð fram til kynningar fundargerð 167. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 6. apríl síðastliðnum.