Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

311. fundur
2. maí 2022 kl. 16:00 - 16:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Daði Benediktsson varamaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Magnús Karl Ásmundsson varamaður
Kristjana Guðmundsdóttir varamaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Vorbæklingur 2022
Málsnúmer 2204081
Lögð fram drög að vorbækling Fjarðabyggðar 2022 til yfirferðar. Lagt er til að vorbæklingurinn verði áfram á rafrænu formi í anda umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar. Stefnt er að útgáfu vorbæklingsins 12. maí.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin.
2.
Stækkun Mjóeyrarhafnar - annar áfangi, umhverfismat
Málsnúmer 2204067
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um matsáætlun Fjarðabyggðarhafna vegna 2. áfanga Mjóeyrarhafnar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við matsáætlunina.
3.
755 Sævarendi 2 - Beiðni um stækkun lóðar og framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2204117
Lögð fram að nýju umsókn Malbikunarstöðvar Austurlands ehf um stækkun lóðar fyrirtækisins að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði ásamt beiðni um framkvæmdaleyfi vegna stækkunarinnar. Gert er ráð fyrir að lóðin verði sléttuð og malbikuð fyrir þjónustumiðstöð fiskeldis vegna samsetningar og viðhalds fiskeldiskvía með vegtengingu við smábátahöfn og hafnarsvæði. Stækkun lóðar hefur verið samþykkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
755 Óseyri - Framkvæmdaleyfi, efnistaka
Málsnúmer 2204093
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi, dagsett 13. apríl 2022, ásamt fylgigögnum vegna fyrirhugaðrar 5.000 m3 efnistöku í malarnámu við Óseyri í Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
5.
730 Austurvegur 24 - Beiðni um endurnýjun á lóðarleigusamningi
Málsnúmer 2204108
Lagt fram bréf Lagaskila lögmannstofu, dagsett 13. apríl 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings Bakkagerðis ehf um lóð fyrirtækisins að Austurvegi 24 á Reyðarfirði. Lagt fram deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði gerður í samræmi við deiliskipulag. Kvöð verði um gangstíg eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
6.
Ósk um ýmsar framkvæmdir í Breiðdal
Málsnúmer 2204078
Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Goðaborgar ehf þar sem óskað er eftir úrbótum á götum í Breiðdal auk þess sem spurst er fyrir um stöðu verkefnisins Breiðtorg á Breiðdalsvík. Bæjarráð hefur vísað erindinu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar beiðni um úrbætur til framkvæmdasviðs skoðunar og fjárhagsáætlunargerðar eins og við á. Nefndin felur atvinnu- og þróunarstjóra að boða eigendur húsa við Breiðatorg til fundar til að ákvarða næstu skref vegna uppbyggingar torgsins.
7.
Framkvæmdarsvið verkefni 2022
Málsnúmer 2204123
Lögð fram niðurstaða verðkönnunar framkvæmdasviðs varðandi jarðvinnu við að endurnýja asbestlögn frá Ingunnarveitu að gatnamótum Leiruvegar og Hafnarnausts. Eitt tilboð barst frá Dal-Björgu.
Tilboð er innan fjárhagsáætlunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilboði bjóðanda verði tekið.