Fara í efni

Félagsmálanefnd

101. fundur
14. nóvember 2017 kl. 16:15 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1709026
Félagsmálanefnd samþykkir tillögur félagsmálastjóra til að fjárhagsáætlun nái saman.
2.
Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2018
Málsnúmer 1710137
Borist hefur bréf frá Stígamótum þar sem greint er frá starfsemi samtakanna á landsbyggðinni og vaxandi fjölda beiðna um þjónustu Stígamóta. Félagsmálanefnd metur mikils framlag Stígamóta til velferðarmála og hefur samþykkt að styrkja Stígamót um 300.000 kr. árið 2018.
3.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2018
Málsnúmer 1710182
Borist hefur bréf frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem greint er frá starfsemi samtakanna. Félagsmálanefnd metur mikils framlag Kvennaathvarfs til velferðarmála og hefur samþykkt að styrkja Samtök um kvennaathvarf um 300.000 kr. árið 2018.
4.
Móttaka flóttamanna á árinu 2018
Málsnúmer 1710151
Félagsmálanefnd fjallaði um fyrirhugaða komu flóttafólks til Fjarðabyggðar og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
5.
Ósk um niðurfellingu/styrk á fasteignagjöldum vegna veikinda
Málsnúmer 1705232
Vísað til bæjarráðs.
6.
Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1110040
Kynnt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem varðar uppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem reknar eru sem sjálfseignarstofnanir með aðkomu sveitarfélaga.
7.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Málsnúmer 1705245
Drögum að innkaupareglum ásamt gögnum vísað til umsagna í nefndum Fjarðabyggðar frá bæjarráði. Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.