Fara í efni

Félagsmálanefnd

104. fundur
16. janúar 2018 kl. 16:15 - 17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Heiðar Már Antonsson Varaformaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Móttaka flóttamanna á árinu 2018
Málsnúmer 1710151
Farið yfir málefni er snúa að móttöku kvótaflóttafólks í Fjarðabyggð. Farið yfir kostnaðarliði og innihald samnings sem gerður verður við velferðarráðuneytið. Félagsmálastjóra í samráði við fræðslustjóra falið að ljúka gerð samaningsins og hann lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.
2.
Sérstakt búsetuúrræði
Málsnúmer 1801106
Félagsmálastjóri sagði frá búsetuúrræði sem verið er að útbúa fyrir þjónustunotanda. Gert er ráð fyrir auknum kostnaði.
3.
Styrkur til félagsþjónustunnar
Málsnúmer 1712015
Félagsmálanefnd þakkar Þórhalli Þorvaldssyni kærlega fyrir höfðinglega gjöf.
4.
Rekstrarform hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1712040
5.
26.mál til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál.
Málsnúmer 1712070
Félagsmálanefnd styður áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í umsögn sambandins um fyrirliggjandi frumvarp er varðar breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
6.
27.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga
Málsnúmer 1712073
Félagsmálanefnd styður áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í umsögn sambandins um fyrirliggjandi frumvarp er varðar félagsþjónustu sveitarfélaga.