Félagsmálanefnd
106. fundur
6. mars 2018
kl.
16:00
-
17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir
aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason
aðalmaður
Heiðar Már Antonsson
varaformaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Félagsmálanefnd 2018
Félagsmálanefnd tók ákvörðun um að funda eftirtalda daga:
107. fundur
10. apríl - Fundur hefst á Uppsölum
108. fundur
8. maí
107. fundur
10. apríl - Fundur hefst á Uppsölum
108. fundur
8. maí
2.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2018
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra um endurskoðun reglna Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð ásamt uppfærðum reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð til samþykktar félagsmálanefndar. Meðferðarteymi fjölskyldusviðs hefur fjallað um mál þar sem þörf var á fjárhagsaðstoð til fjölskyldna en reglur Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð náðu ekki yfir aðstæður sem þar höfðu skapast. Til að uppfylla markmið fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar leggur félagsmálastjóri til að nýrri grein verði bætt við IV. kafla reglna Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð. Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð og vísar til bæjarráðs.
3.
Jafnréttisþing 7.-8. mars 2018 og málstofa 8. mars
Jafnréttisþing verður haldið 7.-8. mars.
Dagskráin á erindi ekki aðeins við þá sem fara með jafnréttismál, heldur líka framkvæmdastjóra og alla fulltrúa í sveitarstjórn og þá sem fara með mannauðs- og mannréttindamál í sveitarfélaginu, svo og málefni innflytjenda.
Samkvæmt upplýsingum velferðarráðuneytisins verður hægt að fylgjast með málþinginu á vefnum í gegnum tengil, bæði á meðan á því stendur og eftir á. Kynnt í félagsmálanefnd.
Dagskráin á erindi ekki aðeins við þá sem fara með jafnréttismál, heldur líka framkvæmdastjóra og alla fulltrúa í sveitarstjórn og þá sem fara með mannauðs- og mannréttindamál í sveitarfélaginu, svo og málefni innflytjenda.
Samkvæmt upplýsingum velferðarráðuneytisins verður hægt að fylgjast með málþinginu á vefnum í gegnum tengil, bæði á meðan á því stendur og eftir á. Kynnt í félagsmálanefnd.
4.
Styrktarsjóður EBÍ 2018
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Fræðslunefnd beinir því til starfsmanna fjölskyldusviðs að leita eftir áhugaverðum verkefnum sem hægt væri að sækja um. Nefndin vísar einnig málinu til kynningar í félagsmálanefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, hafnarstjórn og menningar- og safnanefndar. Kynnt í félagsmálanefnd.
5.
Beiðni um undanþágu frá reglum Fjarðabyggðar um útleigu íbúða vegna hunda- og kattahalds.
Erindi lagt fram til kynningar. Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að sömu reglur gildi í íbúðum Fjarðabyggðar og í fjölbýlishúsum almennt. Samþykki annarra íbúa þurfi að liggja fyrir. Samþykkt í bæjarstjórn 1.3.2018. Félagsmálanefnd fagnar niðurstöðunni.
6.
Í skugga valdsins
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. janúar 2018 var lögð fram viljayfirlýsing, dags. 11. janúar 2018, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vísað til vinnslu í starfshópi bæjarráðs og til kynningar í fastanefndum bæjarins. Kynnt í félagsmálnefnd sem tekur undir viljayfirlýsingu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
7.
Opnun útibús Aflsins á Reyðarfirði
Aflið er samtök sem stofnuð voru á Akureyri 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf.
Framlagt er bréf frá verkefnastjóra Aflsins þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma á fót úrræði fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra í Fjarðabyggð.
Félagsmálanefnd tekur jákvætt undir erindi Aflsins og felur félagsmálastjóra að koma á fundi með verkefnastjóra Aflsins.
Framlagt er bréf frá verkefnastjóra Aflsins þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma á fót úrræði fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra í Fjarðabyggð.
Félagsmálanefnd tekur jákvætt undir erindi Aflsins og felur félagsmálastjóra að koma á fundi með verkefnastjóra Aflsins.
8.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað og drög húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar sem trúnaðarmál, fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisstefnu til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins og því næst til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu 22. mars 2018.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við drögin.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við drögin.