Fara í efni

Félagsmálanefnd

107. fundur
19. mars 2018 kl. 15:00 - 17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason aðalmaður
Heiðar Már Antonsson varaformaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Ársreikningur Uppsala 2017
Málsnúmer 1803058
Framlagður ársreikningur Uppsala fyrir árið 2017 og efnahagsreikningi í lok árs 2017. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte um ársreikninginn. Sigurður endurskoðandi kynnti ársreikninginn. Félagsmálanefnd staðfestir ársreikning Uppsala fyrir árið 2017.
2.
Ársreikningur Hulduhlíðar 2017
Málsnúmer 1803059
Framlagður ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2017 og efnahagsreikningi í lok árs 2017. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte um ársreikninginn. Sigurður endurskoðandi kynnti ársreikninginn. Félagsmálanefnd staðfestir ársreikning Hulduhlíðar fyrir árið 2017.
3.
Rekstur Uppsala til framtíðar
Málsnúmer 1803070
Rætt var um rekstrarhæfi heimilisins. Nauðsynlegt er að bregðast við rekstrarvanda heimilisins til lengri tíma. Félagsmálanefnd felur framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna í samstarfi við framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna og félagsmálastjóra að gera þarfagreiningu og vinna að fjölgun hjúkrunarrýma á kostnað dvalarrýma.
4.
178.mál til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum),
Málsnúmer 1803063
Framlagt er frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum) til umsagnar félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.