Fara í efni

Félagsmálanefnd

108. fundur
10. apríl 2018 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason aðalmaður
Heiðar Már Antonsson varaformaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Opnun útibús Aflsins á Reyðarfirði
Málsnúmer 1802099
Aflið er samtök gegn heimilis- og kynferðisofbeldi sem starfað hefur á Akureyri frá árinu 2002 og þjónar þolendum ofbeldis og aðstandendum allsstaðar að af landinu með sérstaka áherslu á Norður- og Austurland. Verkefnastjóri Aflsins ásamt stjórnaformanni kom á fund félagsmálanefndar og kynnti starfsemi samtakanna og áhuga á starfsemi í Fjarðabyggð. Aflið óskar eftir aðkomu sveitarfélagsins með útvegun og rekstri húsnæðis fyrir starfsemina. Félagsmálanefnd telur brýnt að fá starfsemi aflsins í Fjarðabyggð þar sem samtökin þjónusta breiðan hóp fólks og fellur vel að fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar, jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar og samþykkt bæjarstjórnar um að bregðast við kynbundnu ofbeldi.