Fara í efni

Félagsmálanefnd

110. fundur
21. júní 2018 kl. 15:00 - 16:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Erindisbréf félagsmálanefndar
Málsnúmer 1805116
Vísað frá bæjarstjórn til kynningar fagnefndar erindisbréfi nefndarinnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Skipan framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila 2018-2022
Málsnúmer 1806062
Framlagt er erindisbréf til framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna. Framkvæmdaráð er skipað þremur kjörnum fulltrúum úr félagsmálanefnd og tveimur til vara. Nefndin gerir ekki ahugasemnd við erindisbréfið. Framkvæmdráð hjúkrunarheimilanna 2018-2022 verður skipað á eftirfarandi hátt: Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir formaður, Ásmundur Páll Hjaltason og Heiðar Már Antonsson. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir og Valdimar Másson eru varamenn.
3.
Lýðheilsa ungs fólks í 8.-10.b. í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1806041
Lögð er fram til kynningar skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um lýðheilsu ungs fólks í Fjarðabyggð 2018. Skýrslan byggir á könnun frá í febrúar 2018 sem gerð var í öllum 8.-10. bekkjum landsins. Skýrslan sýnir niðurstöðu ungmennanna í Fjarðabyggð samanborið við höfuðborgarsvæðið og landið í heild. Spurt var um eftirfarandi þætti: Þróun vímuefnaneyslu - áfengisneyslu, tóbaksnotkun og aðra vímuefnaneyslu, viðhorf foreldra nemenda í 10. bekk til neyslu, félagslega þætti, útivistartíma og heilsu og líðan. Fulltrúar Rannsóknar og greiningar munu koma austur í haust og kynna niðurstöður í Fjarðabyggð. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Fjarðabyggðar.