Félagsmálanefnd
111. fundur
14. ágúst 2018
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Rekstur Uppsala til framtíðar
Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna og félagsmálastjóri greindu frá málefnum Uppsala og Hulduhlíðar.
2.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2011
Framlögð er tillaga að endurskoðun jafnréttisáætlunar Fjarðabyggðar. Félagsmálanefnd lauk vinnu við endurskoðun áætlunarinnar 8. maí s.l. og vísaði til afgreiðslu hjá nýrri félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun og vísar til bæjarráðs.
3.
Öldungaráð 2018 - ný og breytt ákvæði
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi 1. október 2018. Fjallar meðal annars um öldungaráð. Jafnframt framlagt til kynningar drög að erindisbréfi öldungaráðs sem taka mið af breytingum.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
4.
Erindisbréf öldungaráðs
Samkvæmt samþykktum um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar. Öldungaráð er félagsmálanefnd til ráðuneytis um þjónustu við aldraðra og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Hún skal fjalla um heilsufar og félagslega velferð aldraðra, samhæfingu þjónustu og tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast. Í öldungaráði sitja þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum, þrír fulltrúar tilnefndir af félögum eldri borgara auk eins fulltrúa heilsugæslu. Félagsmálanefnd gerir tillögu til bæjarstjórnar að erindisbréfi um hlutverk og verkefni öldungaráðs. Fundargerðir öldungaráðs skulu lagðar fyrir félagsmálanefnd áður en þær fá fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn. Félagsmálanefnd samþykkir erindisbréfið og vísar til bæjarráðs.