Fara í efni

Félagsmálanefnd

112. fundur
28. ágúst 2018 kl. 16:00 - 17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks
Málsnúmer 1805158
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks lagðar fram til meðferðar og samþykktar félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir reglur Fjarðabyggðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
2.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 1805162
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til meðferðar og samþykktar félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
3.
Reglur um styrki til náms og verkfæra og tækjakaupa fatlaðs fólks
Málsnúmer 1805165
Félagsmálanefnd fjallaði um reglur um styrki til náms og verkfæra og tækjakaupa fatlaðs fólks. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar til bæjarráðs.
4.
Siðareglur fjölskyldusviðs
Málsnúmer 1805169
Félagsmálanefnd tók siðareglur fjölskyldusviðs til meðferðar og samþykktar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar til bæjarráðs.
5.
Reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða - Breiðablik
Málsnúmer 1805167
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra og breyttar reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða til meðferðar og samþykktar félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir breyttar reglur um þjónustuíbúðir og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
6.
Reglur um stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna
Málsnúmer 1805164
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra og endurskoðaðar reglur um stuðningsfjölskyldur til meðferðar og samþykktar félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir endurskoðaðar reglur um stuðningsfjölskyldur og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
7.
Reglur um útivistartíma barna
Málsnúmer 1805168
Reglur Fjarðabyggðar um útivistartíma barna lagðar fram til meðferðar og samþykktar félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
8.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 1805159
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra og reglur Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð til meðferðar og samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar til bæjarráðs.