Félagsmálanefnd
113. fundur
18. september 2018
kl.
16:00
-
17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk
Framlagðar eru reglur Fjarðabyggðar um notaendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk til samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til samþykktar í bæjarráði.
2.
Reglur um skammtímavistun fatlaðra
Framlagðar eru reglur um skammtímavistun fatlaðra til samþykktar í félagsmálnefnd. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til samþykktar í bæjarráði.
3.
Reglur um daggæslu í heimahúsum
Framlagðar reglur um daggæslu í heimahúsum til samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til staðfestingar bæjarráðs.
4.
Reglur um félagslega heimaþjónustu
Framlagðar eru reglur Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu til samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
5.
Reglur um félagslega liðveislu
Framlagðar eru reglur Fjarðabyggðar um félagslega liðveislu til samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
6.
Álit umboðsmanns vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks
Framlagt er álit umboðsmanns Alþingis um húsnæðismál utangarðsfólks, þar sem beint er tilmælum til sveitarfélaga að fara yfir þau mál sem fjallað er um í VI kafla og sveitarfélögin hugi að því hvernig þau rækja þær skyldur sem lög leggja á þau að þessu leyti. Kynnt í félagsmálanefnd.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Framlagt er minnisblað fjármálastjóra um tillögu að úthlutun ramma að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Framlögð er einnig starfsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 til upplýsinga fyrir félagsmálanefnd.
Fjármálastjóri kynnti tillögu að úthlutun ramma. Félagsmálanefnd vísar áframhaldandi vinnslu til félagsmálastjóra.
Fjármálastjóri kynnti tillögu að úthlutun ramma. Félagsmálanefnd vísar áframhaldandi vinnslu til félagsmálastjóra.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagagsmálanefndar 2019
Framlagt er bréf fjármálastjóra um fjárheimildir nefndarinnar árið 2019 ásamt minnisblaði félagsmálastjóra og tillögu að skipulagi félagsþjónustuhluta fjölskyldusviðs.
Félagsmálanefnd hefur áhyggjur af þvi að ekki náist að uppfylla skyldur félagsþjónustu með þeim ramma sem úthlutað hefur verið og felur félagsmálastjóra að kortleggja verkefni félagsþjónustu og meta kostnað við umbætur.
Félagsmálanefnd hefur áhyggjur af þvi að ekki náist að uppfylla skyldur félagsþjónustu með þeim ramma sem úthlutað hefur verið og felur félagsmálastjóra að kortleggja verkefni félagsþjónustu og meta kostnað við umbætur.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2019
Framlagt er bréf fjármálastjóra til barnaverndarnefndar um fjárheimildir nefndarinnar í fjárhagsáætlun 2019. Kynnt í félagsmálanefnd.