Fara í efni

Félagsmálanefnd

114. fundur
27. september 2018 kl. 16:00 - 17:20
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagagsmálanefndar 2019
Málsnúmer 1809009
Félagsmálastjóri kynnir vinnu við launa- og fjárhagsáætlun. Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir að einu stöðugildi verði bætt við sviðið til að sinna öldrunarmálum, sá málaflokkur fer ört stækkandi og mikilvægt að sinna honum betur.
Nefndin óskar eftir því að bætt verði við úthlutaðan fjárhagsramma félagsmálanefndar til að mæta kostnaði til að sinna málefnum aldraðra. Þá verður unnið áfram með aðrar tillögur í samstarfi við aðrar nefndir sem tilheyra fjölskyldusviði.
Frekari vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun frestað til næsta fundar.