Fara í efni

Félagsmálanefnd

115. fundur
9. október 2018 kl. 16:00 - 18:10
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Lýðheilsa ungs fólks í 8.-10.b. í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1806041
Kynntar voru niðurstöður rannsóknar um lýðheilsu ungs fólks í Fjarðabyggð meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018. Félagsmálanefnd þakkar Margréti Lilju frá Rannsóknum og Greiningu fyrir áhugaverða og gagnlega kynningu. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að útfæra aukna áherslu á forvarnir í starfsáætlun fyrir árið 2019 með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar.
2.
Staðfesting ráðningar og umboð til úttekta af innlánsreikningi
Málsnúmer 1810052
Fært í trúnaðarbók.
3.
Staðfesting ráðningar og umboð til úttekta af innlánsreikningi
Málsnúmer 1810053
Félagsmálanefnd staðfestir ráðningu Ragnars Sigurðssonar kt. 081280-3539, sem framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna Uppsala á Fáskrúðsfirði og Hulduhlíðar á Eskifirði. Jafnframt samþykkir nefndin að fela Ragnari prókúru fyrir Uppsali, dvalarheimili aldraðra kt. 440987-2739 og Hulduhlíð , heimili aldraðra, kt. 660691-2199 frá og með 15. október. 2018. Frá sama tíma er afturkölluð prókúruheimild Grétu Garðarsdóttur kt. 311062-3879 fyrir bæði Uppsali og Hulduhlíð.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagagsmálanefndar 2019
Málsnúmer 1809009
Félagsmálastjóri kynnti yfirstandandi vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun. Vinnan við starfs- og fjárhagsáætlun er komin langt á veg. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að halda vinnunni áfram.