Félagsmálanefnd
117. fundur
23. október 2018
kl.
17:00
-
18:05
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Málefni flóttafólks 2018
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra ásamt drögum að samningi til umræðu og samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir drög að samningi og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.
2.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2019
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Breiðablik vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9% vegna verðlagsbreytinga samkvæmt þjóðhagsspá.
3.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2019
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9% vegna verðlagsbreytinga samkvæmt þjóðhagsspá.
4.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2019 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn vegna 2019 en fjárhæð miðast við upphæð meðlags. Félagsmálanefnd vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
5.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019
Framlögð er styrkbeiðni samtaka um kvennaathvarf til umræðu og samþykktar í félagsmálanefnd. Frestað þar til endanleg fjárhagsáætlun liggur fyrir.
6.
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2019
Framlögð er styrkbeiðni Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis til umræðu og samþykktar í félagsmálanefnd. Frestað þar til endanleg fjárhagsáætlun liggur fyrir.
7.
Fjárhagsáætlun hjúkrunarheimila
Félagsmálanefnd samþykkir fjárhagsáætlanir fyrir Uppsali og Hulduhlíð fyrir árið 2019 fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarráðs.