Fara í efni

Félagsmálanefnd

118. fundur
27. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Innleiðing nýrra laga um félagsþjónustu-upplýsingar um stöðu mála í lok okt.2018
Málsnúmer 1811096
Við 42. gr. laga um félagsþjónstu er að finna nýja málsgrein sem er svohljóðandi: "Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks, þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um þjónustu við fatlað fólk skulu viðkomandi sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu hópsins." Huga þarf að formlegri skipun í samráðshópinn. Vísað til félagsmálanefndar til afgreiðslu. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samráði við félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs.
2.
Umsókn um að gerast stuðningsforeldri
Málsnúmer 1809169
Framlögð er umsókn og greinagerð varðandi stuðningsfjölskyldu í málefnum fatlaðra til meðferðar og afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Félagsmálanefnd samþykkir umsókn um að gerast stuðningsforeldri.
3.
Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2019
Málsnúmer 1811028
Framlögð er styrkbeiðni vegna Stígamóta til meðferðar og afgreiðslu í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 350.000.
4.
Reglur um daggæslu í heimahúsum
Málsnúmer 1805155
Framlagðar eru reglur um daggæslu barna í heimahúsum með tillögu að breytingum á 32. gr. til samþykktar í félagsmálanefnd. Félagmálanefnd samþykkir breytingar á 32. gr. reglna um daggæslu barna í heimahúsum.
5.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019
Málsnúmer 1810028
Framlögð er styrkbeiðni samtaka um kvennaathvarf til umræðu og samþykktar í félagsmálanefnd. Félagmálanefnd samþykkir að styrkja samtökin um kr. 350.000.
6.
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2019
Málsnúmer 1810113
Framlögð er styrkbeiðni Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis til umræðu og samþykktar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja Aflið um kr. 100.000 árið 2019.