Fara í efni

Félagsmálanefnd

119. fundur
29. janúar 2019 kl. 16:00 - 17:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Erindi um öldrunarmál
Málsnúmer 1901033
Félagsmálanefnd þakkar ábendingar varðandi öldrunarmál í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi framtíð þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Unnið er að ráðningu verkefnastjóra búsetuþjónustu aldraðra í samræmi við áherslur félagsmálanefndar á bætta þjónustu við eldri borgara í Fjarðabyggð. Erindinu er vísað til umfjöllunar í framkvæmdaráði hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar.
2.
Málefni fatlaðra barna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1901142
Erindi móður fatlaðs barns í Fjarðabyggð kynnt í félagsmálanefnd. Félagsmálastjóri og fræðslustjóri munu funda með bréfritara og vinna málið áfram.
3.
Umsókn um að gerast dagforeldri
Málsnúmer 1812055
Framlögð er greinargerð vegna umsóknar um að gerast dagforeldri. Félagsmálanefnd samþykkir umsókn Sæunnar Skúladóttur um að fá daggæsluleyfi fyrir allt að fjórum börnum til eins árs samkvæmt 11. grein reglugerðar nr. 907/2005.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Vinna við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar er hafin. Félagsmálanefnd tilnefnir einn fulltrúa til setu í stefnumótunarhópi. Félagsmálanefnd tilnefnir Hjördísi Helgu Seljan til setu í hópnum.
5.
Fjárhagsstaða Uppsala 2018
Málsnúmer 1811186
Uppsalir hafa fengið 30 m.kr. að láni frá bæjarsjóði vegna hallarekstrar. Ljóst er að heimilið þarf um 5 m.kr. til viðbótar á þessu ári. Verulegur árangur hefur náðst í lækkun rekstrarkostnaðar og hækkun tekna og eru líkur til að óbreyttu geti heimilið staðið undir reglubundnum útgjöldum á næsta ári. Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna hefur samþykkt að óska eftir viðbótarfjárframlagi frá bæjarsjóði. Bæjarráð hefur samþykkt 5 milljóna framlag til Uppsala. Jafnframt vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
Kynnt í félagsmálanefnd.
6.
Staða samningamála fyrir þjónustu hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1812103
Lagt fram til kynningar bréf frá samninganefnd SFV og Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna rammasamnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu hjúkrunarheimila.
Kynnt í félagsmálanefnd.
7.
Nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1704039
Farið yfir stöðuna á hjúkrunarrýmum í Fjarðabyggð. Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna telur mikilvægt að tryggð verði full nýting á núverandi hjúkrunarrýmum í Fjarðabyggð, bæði á Hulduhlíð og Uppsölum. Ein forsenda þess er að heimilið að Uppsölum fái eðlilegt viðhald og öllum herbergjum verði breytt í einmennings herbergi. Mikilvægt er að gera langtímaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Fjarðabyggð í heild.
Kynnt í félagsmálanefnd.
8.
Hús frístunda
Málsnúmer 1901070
Framlagt minnisblað um útfærslu frístundastarfs í Egilsbúð í Neskaupstað. Bæjarráð líst vel á tillögurnar og vísar þeim til umfjöllunar í félagsmálanefnd, menningar- og nýsköpunarnefnd, safnanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Kynnt í félagsmálanefnd.
9.
Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
Málsnúmer 1901116
Bréf Reykjavíkurborgar frá 15.janúar, er varðar greiðsluþátttöku vegna gistingar í neyðarathvörfum á vegum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Bæjarráð samþykkir samning, felur bæjarstjóra undirritun hans og að setja málið í farveg innan stjórnsýslu sveitafélagsins. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd og barnaverndarnefnd.
Kynnt í félagsmálanefnd.
10.
Drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Málsnúmer 1901189
Félagsmálastjóri greindi frá að þjónustuhópur hafi fjallað um drögin á fundi þann 23.1.2018.
Þjónustuhópur mun gera athugasemd við 2. gr. reglnanna þar sem segir: Aðstæður í sveitarfélagi með tilliti til námsúrræða geta einnig haft áhrif á mótun reglna, til dæmis er eðlilegt að sveitarfélag þar sem framhaldsskóli er starfræktur taki afstöðu til þess hvort fatlaðir nemendur, yngri en 18 ára, geti átt kost á styrk til kaupa á fartölvu sem gagnast við námið.
Þjónustuhópur mun benda á að allir fatlaðir nemendur ættu að hafa sama rétt á styrk óháð því hvort framhaldsskóli sé starfræktur í því sveitarfélagi sem þeir búa í.
11.
Drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um þjónustu stuðningsfjölskyldna
Málsnúmer 1901190
Framlögð eru drög félagsmálaráðuneytis að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um þjónustu stuðningsfjölskyldna. Félagsmálanefnd gerir ekki athugsemd við drögin.