Félagsmálanefnd
120. fundur
26. febrúar 2019
kl.
15:00
-
17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
306.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)
Lagt fram til kynningar í félagsmálanefnd.
2.
274.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi
Lagt fram til kynningar í félagsmálanefnd.
3.
Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks
Fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands er varðar notendaráð fatlaðs fólks. Óskað er svara innan tveggja vikna. Var vísað til félagsmálastjóra til afgreiðslu og til umfjöllunar í félagsmálanefnd. Félagsmálastjóri svarar bréfinu í samvinnu við félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs.
4.
Garðsláttur
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs er varðar fyrirkomulag snjómoksturs og garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja. Bæjarráð hefur vísað málinu til félagsmálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs, með ósk um að útbúnar verði nánari reglur og gjaldskrá. Málinu er jafnframt vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar.
Félagsmálanefnd leggur til að tekjumörk í gjaldskrá fylgi tekjumörkum sem notuð eru við ákvörðun um afslátt á fasteignagjöldum. Nefndir leggur til að hægt verði að sækja um þjónustu hvenær sem er en að umsókn sé virk til 1. júní hvers árs. Nefndin vill taka út úr reglunum að meðferðarteymi fjölskyldusviðs taki umsóknir til meðferðar og afgreiðslu. Félagsmálanefnd leggur til að fram komi í reglum að hægt sé að fá nánari upplýsingar um umsókn á bæjarskrifstofu. Félagmálanefnd felur félagsmálastjóra að vinna áfram að gerð reglna með sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Félagsmálanefnd leggur til að tekjumörk í gjaldskrá fylgi tekjumörkum sem notuð eru við ákvörðun um afslátt á fasteignagjöldum. Nefndir leggur til að hægt verði að sækja um þjónustu hvenær sem er en að umsókn sé virk til 1. júní hvers árs. Nefndin vill taka út úr reglunum að meðferðarteymi fjölskyldusviðs taki umsóknir til meðferðar og afgreiðslu. Félagsmálanefnd leggur til að fram komi í reglum að hægt sé að fá nánari upplýsingar um umsókn á bæjarskrifstofu. Félagmálanefnd felur félagsmálastjóra að vinna áfram að gerð reglna með sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
5.
Vinna við stefnumótun í málefnum barna
Framlagt er bréf félags- og barnamálaráðherra um stefnumótun í málefnum barna til kynningar og meðferðar í félagmálanefnd. Félagsmálastjóri mun gefa kost á sér til þátttöku í hliðarhópum sem vinna að stefnumótun í málefnum barna.
6.
255. mál til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.
Framlagt frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur til kynningar í félagsmálanefnd.
7.
Málefni fatlaðra barna í Fjarðabyggð
Félagsmálastjóri upplýsir um vinnslu máls í kjölfar erindis móður fatlaðs barns til félagsmálanefndar.
8.
Umsókn um að gerast stuðningsforeldri
Framlögð greinagerð vegna umsóknar aðila um að gerast stuðningsforeldrar á Stöðvarfirði. Félagsmálanefnd samþykkir umsókn með fyrirvara um að gögn liggi fyrir.