Félagsmálanefnd
121. fundur
22. mars 2019
kl.
15:00
-
17:05
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Ársreikningur Hulduhlíðar 2018
Framlagður ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2018 og efnahagsreikningur í lok árs 2018. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte um ársreikninginn. Sigurður endurskoðandi kynnti ársreikninginn.
Félagsmálanefnd samþykkir ársreikning Hulduhlíðar fyrir árið 2018 og vísar honum til bæjarráðs.
Félagsmálanefnd samþykkir ársreikning Hulduhlíðar fyrir árið 2018 og vísar honum til bæjarráðs.
2.
Ársreikningur Uppsala 2018
Framlagður ársreikningur Uppsala fyrir árið 2018 og efnahagsreikningi í lok árs 2018. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte um ársreikninginn. Sigurður endurskoðandi kynnir ársreikninginn. Félagsmálanefnd samþykkir ársreikning Uppsala fyrir árið 2018 og vísar til bæjarráðs.
3.
Garðsláttur
Framlögð eru endurbætt drög að reglum um snjómokstur þar sem athugasemdir nefndar frá síðasta fundi eru teknar til greina.
Félagsmálanefnd samþykkir drög að reglum um snjómokstur og vísar til bæjarráðs.
Félagsmálanefnd samþykkir drög að reglum um snjómokstur og vísar til bæjarráðs.
4.
Fyrirspurn vegna ábendingar um misbrest í þjónustu sveitarfélagsins við fatlaða einstaklinga
Fært í trúnaðarbók.
5.
Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks
Framlögð er fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands er varðar notendaráð fatlaðs fólks. Félagsmálastjórar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs svöruðu bréfinu þar sem um sameiginlegt notendaráð er að ræða. Kynnt í félagsmálanefnd.
6.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar drögum að menningarstefnu til fastanefnda til kynningar og umfjöllunar. Kynnt í félagsamálanefnd.
7.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráð og safnanefnd. Kynnt í félagsmálanefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráð og safnanefnd. Kynnt í félagsmálanefnd.
8.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Formaður og félagsmálastjóri greina frá hugmyndafundum vegna endurskoðunar á stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð. Næsti fundur í stefnumörkunarvinnu er 27. mars og þá verður farið yfir afrakstur hugmyndafundanna.
9.
PLACE-EE
Félagsmálastjóri greinir frá stöðu Place-ee verkefnisins og áframhaldandi vinnu við það.