Fara í efni

Félagsmálanefnd

123. fundur
20. maí 2019 kl. 16:00 - 18:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Fjárhagsaðstoð - Vegna tryggingar húsnæðis
Málsnúmer 1905084
Fært í trúnaðarbók.
2.
Breyting á bankaviðskiptum
Málsnúmer 1904014
Sameining bankaviðskipti hjúkrunarheimilanna. Lögð fram gögn til undirritunar af stjórn til að veita framkvæmdastjóra heimild til að færa bankaviðskipti Hulduhlíðar.
3.
Málefni fatlaðra barna
Málsnúmer 1905090
Félagsmálanefnd tekur undir mikilvægar ábendingar varðandi snemmtæka íhlutun og felur félagsmálastjóra áframhaldandi vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun.
4.
Snemmtæk íhlutun og starfsumhverfi í félagsþjónustu
Málsnúmer 1905093
Áframhaldandi vinna við starfs- og fjárhagsáætlun.
5.
Tómstundir eldri borgara
Málsnúmer 1905092
Vísað til fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til frekari umfjöllunar.
6.
Dagdvöl aldraðra
Málsnúmer 1905089
Félagsmálastjóra falið að meta þörf fyrir dagdvalarrými.
7.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2019
Málsnúmer 1905091
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra með tillögum að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglur um fjárhagsaðstoð.
8.
Beiðni um afhendingu á jafréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun
Málsnúmer 1903123
Jafnréttisstofa fór yfir jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar og mat það svo að hún uppfylli ekki kröfur 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Félagsmálastjóra var falið að gera endurbætur á áætluninni. Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra með tillögu að breytingu á framkvæmdaráætlun jafnréttisáætlunar Fjarðabyggðar. Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á framkvæmdaáætlun og vísar til staðfestingar bæjarráðs.