Fara í efni

Félagsmálanefnd

124. fundur
20. ágúst 2019 kl. 16:00 - 17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Valdimar Másson aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Könnun á tómstundariðkun barna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1906023
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kannaði vorið 2019 tómstundaiðkun barna í 5.-10. bekk grunnskólanna í Fjarðabyggð. Frumniðurstöðum er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd, félagsmálanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með framtakið. Lagt fram til kynningar.
2.
825.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra
Málsnúmer 1905103
Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga um hagsmunafulltrúa aldraðra.
3.
Velferð barna - Unicef á íslandi
Málsnúmer 1905105
Vísað til kynningar í félagsmálanefnd áskorun frá UNICEF á Íslandi. UNICEF hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, ef upp kemur grunur um ofbeldi og vanrækslu hjá stofnunum sem starfa með börnum. Félagsmálanefnd tekur undir erindi UNICEF og vísar því til úrvinnslu sviðstjóra fjölskyldusviðs.
4.
Iþróttasambandi fatlaðra vegna heimsóknar á Austurland 2019
Málsnúmer 1907042
Íþróttasamband fatlaðra mun heimsækja Austurland haustið 2019 þar sem staða íþróttamála verður skoðuð nánar. Rætt verður við fulltrúa UÍA og íþróttahreyfingarinnar en jafnframt óskað eftir fundi með lykilfólki í stjórnsýslu sem starfa að málefnum fatlaðra. Félagsmálanefnd þakkar sambandinu fyrir frumkvæðið og vonast til að ferðin verði árangursrík. Fjölskyldusvið hefur þegið boðið og fulltrúar þess munu mæta til fundarins, sem haldinn verður á Egilsstöðum mánudaginn 26. ágúst.


5.
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 4.-5. september 2019
Málsnúmer 1907031
Boðað hefur verið til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4. og 5. september í Garðabæ. Félagsmálanefnd mun senda einn fulltrúa úr félagsmálanefnd til fundarins.
6.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 10
Málsnúmer 1902001F
Tíunda fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð lögð fram til staðfestingar. Félagsmálanefnd staðfestir fundargerðina.
7.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 11
Málsnúmer 1905012F
Ellefta fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð lögð fram til staðfestingar. Félagsmálanefnd staðfestir fundargerðina.
8.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 12
Málsnúmer 1906018F
Tólfta fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð lögð fram til staðfestingar. Félagsmálanefnd staðfestir fundargerðina.
9.
Framtíðarþing um farsæla öldrun - Beiðni um styrk
Málsnúmer 1908055
Fyrir liggur bréf frá félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði þar sem óskað er eftir styrk til þess að halda málþing um farsæla öldrun. Málþingið verður haldið á Egilsstöðum 10. október í samráði við Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara. Félagsmálanefnd samþykkir að veita 100.000 kr. styrk og hvetur jafnframt eldri borgara í Fjarðabyggð til þess að taka þátt í málþinginu.