Félagsmálanefnd
127. fundur
15. október 2019
kl.
16:30
-
18:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2020
Félagsmálanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
2.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2020
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gjaldskrá fyrir þjónustuíbúðir í Breiðabliki vegna 2020 hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
3.
Reglur um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Félagsmálanefnd felur verkefnastjóra búsetuþjónustu að halda áfram vinnu við reglur um snjómokstur.
4.
Gjaldskrá snjómokstur fyrir öryrkja og eldri borgara
Gjaldskrá lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Lagt er til að gjaldskrá hækki um 2,5% frá 1. janúar 2020. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá garðsláttur fyrir öryrkja og eldriborgara
Félagsmálanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
6.
Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Félagsmálanefnd felur verkefnastjóra búsetuþjónustu áframhaldandi vinnu við reglur um garðslátt og frestar umfjöllun til næsta fundar.
7.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2020 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Félagsmálanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn vegna 2020, hækki samkvæmt hækkun á barnalífeyri TR árið 2020. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
8.
Umsókn um styrk til Bergsins headspace vegna 2020
Framlögð er umsókn um styrk til Bergsins headspace til umfjöllunar og meðferðar nefndar. Félagsmálanefnd hafnar umsókninni.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2019
Lokið er yfirferð á fjárhagsáætlun og lokið fundi og lokið fundi formanns félagsmálanefndar og félagsmálastjóra með bæjarráði og bæjarstjóra. Félagsmálanefnd samþykkir fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 og felur félagsmálastjóra áframhaldandi vinnslu við starfsáætlun.
10.
Jafnréttisstefna 2019-2023
Framlögð er endurskoðuð jafnréttisstefna Fjarðabyggðar 2019-2023 til umfjöllunar og samþykktar félagmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir jafnréttisstefnu 2019-2023 fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.