Fara í efni

Félagsmálanefnd

128. fundur
19. nóvember 2019 kl. 16:30 - 17:50
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
41.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Málsnúmer 1910080
Lögð er fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
2.
35.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Málsnúmer 1910081
Lögð er fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.
3.
328.mál til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými),
Málsnúmer 1911039
Lagt er fram til kynningar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými).
4.
Reglur um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Málsnúmer 1904081
Fyrir liggja endurskoðaðar reglur um snjómokstur fyrir eldri borgara og öryrkja. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til bæjarráðs.
5.
Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Málsnúmer 1806144
Fyrir liggja endurskoðaðar reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og vísar til bæjarráðs.
6.
Ungt fólk 5.-7. bekkur Fjarðabyggð
Málsnúmer 1910160
Skýrsla Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk, nemendur í 5. - 7. bekk, í Fjarðabyggð lögð fram til kynningar. Skýrslan byggir á niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir alla nemendur á Íslandi í febrúar 2019. Nemendur voru spurðir um samband við foreldra, fjölskyldu og vini, líðan og stríðni, nám og skóla, íþrótta- og tómstundastarf, frítímann og barnasáttmálann. Félagsmálanefnd fagnar skýrslunni og vonast til þess að efni hennar nýtist hlutaðeigandi aðilum sem allra best.
7.
320.mál til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu),
Málsnúmer 1911082
Lagt er fram til kynningar frumvarp til laga um almennatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu.)