Fara í efni

Félagsmálanefnd

129. fundur
14. janúar 2020 kl. 16:15 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Rekstur hjúkrunarheimila 2019
Málsnúmer 1902009
Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimila greindi frá rekstri hjúkrunarheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun hjúkrunarheimila 2020
Málsnúmer 1905070
Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar kynnti starfs- og fjárhagsáætlun hjúkrunarheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar vegna ársins 2020. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju með batnandi rekstur.
3.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 14
Málsnúmer 1909030F
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna var lögð fram til kynningar í félagsmálanefnd. Fundargerð hefur verið staðfest í bæjarráði.
4.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2020
Málsnúmer 2001034
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra til félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna þörf á að breyta reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð og vinna tillögu að breytingum í kjölfarið ef þörf er á.
5.
383.mál til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð),
Málsnúmer 1912041
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra var lagt fram til kynningar í félagmálanefnd.
6.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020
Málsnúmer 1910119
Framlögð er umsókn Kvennaathvarfs um rekstrarstyrk fyrir árið 2020 til umfjöllunar og samþykktar í félagsmálanefnd. Samþykkt er að veita kr. 400.000 í styrk á árinu 2020.
7.
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020
Málsnúmer 1912082
Framlögð er styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020 til meðferðar og samþykktar í félagsmálanefnd. Samþykkt er að styrkja starfsemi Aflsins um kr. 72.000 á árinu 2020.
8.
Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2020
Málsnúmer 1910112
Framlögð er styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 til meðferðar og samþykktar í félagsmálanefnd. Samþykkt er að styrkja rekstur Stígamóta um kr. 350.000 á árinu 2020.
9.
Öldungaráð - 2
Málsnúmer 1911019F
Fundargerð öldungaráðs var lögð fram til kynningar í félagsmálanefnd. Fundargerðin hefur verið staðfest af bæjarráði.