Félagsmálanefnd
130. fundur
11. febrúar 2020
kl.
16:15
-
17:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
457.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)
Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál. Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
2.
Félagsmálanefnd 2020
Framlögð er tillaga um fundartíma félagsmálanefndar á vorönn 2020. Fastur fundartími verður á þriðjudögum kl. 16:15 einu sinni í mánuði skv. tillögunni. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna.
3.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Farið yfir stöðu endurskoðunar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að leitað verði eftir ábendingum frá öðrum nefndum í stjórnkerfi Fjarðabyggðar um viðfangsefni sem ástæða væri til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leitað verði eftir afstöðu bæjarráðs, fræðslunefndar, félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að skrifa minnisblað til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um afstöðu nefndarinnar.
4.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 15
Framlögð fundargerð 15. fundar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna. Fulltrúar félagsmálanefndar í framkvæmdaráði gerðu grein fyrir fundargerðinni. Félagsmálanefnd staðfestir fyrirliggjandi fundargerð.