Félagsmálanefnd
131. fundur
10. mars 2020
kl.
16:15
-
17:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Vísað frá bæjarráði til umsagnar félagsmálanefndar erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi með tilboði um þátttöku í verkefninu "barnvæn sveitarfélög". Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Félagsmálanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að sækja um aðild að verkefninu fyrir hönd Fjarðabyggðar.
Félagsmálanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að sækja um aðild að verkefninu fyrir hönd Fjarðabyggðar.
2.
Forvarnarteymi Fjarðabyggðar
Félagsmálanefnd hefur fjallað um minnisblað um forvarnarteymi Fjarðabyggðar.
Nefndin samþykkir stofnun forvarnarteymis Fjarðabyggðar og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Nefndin samþykkir stofnun forvarnarteymis Fjarðabyggðar og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa.
3.
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2020
Vísað frá bæjarráði til kynningar í félagsmálanefnd fundargerð framkvæmdaráðs Skólaskrifstofu Austurlands frá 26. febrúar 2020 auk bréfs starfsmanna. Kynnt í félagsmálanefnd.
4.
119.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns)
119.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns. Umsagnarfrestur er útrunninn en frumvarpið er kynnt í félagsmálanefnd.
5.
Samstarf um heilsueflingu
Framlagður til kynningar samstarfssamningur við Institute for Positive Health (IPH) vegna samstarfs HSA við heilsueflandi sveitarfélög á Austurlandi.
Bæjarráð hefur samþykkt samninginn og vísar honum til kynningar í fastanefndum fjölskyldusviðs.
Félagsmálanefnd fagnar samstarfssamningnum.
Bæjarráð hefur samþykkt samninginn og vísar honum til kynningar í fastanefndum fjölskyldusviðs.
Félagsmálanefnd fagnar samstarfssamningnum.
6.
Frumvarp til breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, 125/1999 323.mál
Framlögð frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
7.
Jafnréttisstefna 2019-2023
Framlagt er minnisblað félagsmálastjóra um stöðu jafnréttisáætlunar Fjarðabyggðar 2019-2023. Staða verkþátta er að jafnlaunavottun sveitarfélagsins er að ljúka og samantekt á hlutfalli kynja í nefndum, ráðum og stjórnum Fjarðabyggðar er lokið. Að meðaltali skiptast nefndarmenn í fastanefndum og bæjarráði þannig að karlar eru 49,3% og konur 50,7%, og hlutfall formanna er jafnt eftir kynjum en í undirnefndum, ráðum og stjórnum eru 80% formanna karlar en í nefndunum eru karlar að meðaltali 57,4% og konur 42,6%. Félagsmálanefnd hefur tekið málið til umfjöllunar og vísar til bæjarráðs til meðferðar skv. lið 2.1 II kafla jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2019-2023.
8.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020
Framlögð er tillaga að breyttum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning ásamnt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Um lítilsháttar breytingar er að ræða auk uppfærslu á upphæðum og tekjuviðmiðum. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
9.
Skipulag fjölskyldusviðs 2020
Framlagt er minnisblað sviðsstjóra, félagsmálastjóra og stjórnanda barnaverndar til kynningar til félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd tekur vel í erindið og vísar til bæjarráðs.