Félagsmálanefnd
132. fundur
7. apríl 2020
kl.
16:15
-
17:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Samráðsfundir og viðbrögð vegna coronaveiru COVID19
Vísað frá bæjarráði til kynningar í félagsmálanefnd. Bæjarráð fór yfir stöðuna og verkferla hjá sveitarfélaginu vegna Covid-19 og þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins sem og íbúum þess fyrir ómetanlegt framlag á þessum erfiðu tímum. Bæjarráð þakkar sérstaklega starfsmönnum skólastofnana, félags-, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila fyrir þeirra störf.
Þá hittist aðgerðarhópur Fjarðabyggðar daglega til að fara yfir stöðuna og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki við undirbúning viðbragða og eftirfylgni.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá starfi aðgerðarhóps og viðbragðsáætlunum Fjölskyldusviðs varðandi þjónustu við fjölskyldur. Félagmálanefnd þakkar starfsmönnum og íbúum Fjarðabyggðar fyrir gott samstarf og vel unnin störf.
Þá hittist aðgerðarhópur Fjarðabyggðar daglega til að fara yfir stöðuna og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki við undirbúning viðbragða og eftirfylgni.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá starfi aðgerðarhóps og viðbragðsáætlunum Fjölskyldusviðs varðandi þjónustu við fjölskyldur. Félagmálanefnd þakkar starfsmönnum og íbúum Fjarðabyggðar fyrir gott samstarf og vel unnin störf.
2.
Bændur á Austurlandi - Covid 19
Vísað frá bæjarráði til félagsmálanefndar bréfi frá stjórn Búnaðarsambands Austurlands þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi eru beðnir um að huga sérstaklega að fólki sem býr í sveitum og teljast, aldurs síns vegna, vera í áhættuhópi hvað varðar COVID-19.
Bæjarstjóra hefur verið falið að senda út bréf til lögbýla og koma á reglulegum samskiptum.
Meðal aðgerða fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar er að hafa samband við alla íbúa Fjarðabyggðar, 80 ára og eldri sem ekki njóta heimaþjónustu eða heimahjúkrunar, til að kanna hagi þeirra.
Bæjarstjóra hefur verið falið að senda út bréf til lögbýla og koma á reglulegum samskiptum.
Meðal aðgerða fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar er að hafa samband við alla íbúa Fjarðabyggðar, 80 ára og eldri sem ekki njóta heimaþjónustu eða heimahjúkrunar, til að kanna hagi þeirra.
3.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Vísað frá bæjarráði til kynningar í félagsmálanefnd erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðspyrnu af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf. Bæjarráð samþykkti tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins á 656. fundi sínum þann 30. mars 2020.
Félagsmálanefnd fagnar áætlunum um viðspyrnu en minnir jafnframt á að kynjasjónarmið verði höfð að leiðarljósi við áætlunargerð.
Félagsmálanefnd fagnar áætlunum um viðspyrnu en minnir jafnframt á að kynjasjónarmið verði höfð að leiðarljósi við áætlunargerð.
4.
Styrktarsjóður EBÍ 2020
Framlagt er bréf til kynningar á Styrktarsjóði EBÍ. Tilkgangur sjóðsins er að styrkja sérstök framfaraverkefni á vegum aðildarsveitarfélaga.
Félagsmálanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs í samráði við félagsmálastjóra og stjórnanda barnaverndar að sækja um í styrktarsjóð EBÍ 2020.
Félagsmálanefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs í samráði við félagsmálastjóra og stjórnanda barnaverndar að sækja um í styrktarsjóð EBÍ 2020.
5.
666.mál til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða
Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál. Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
6.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 16
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna frá 16. fundi sem haldinn var 17. mars 2020 lögð fram til kynningar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd þakkar starfsfólki hjúkrunarheimilanna fyrir vel unnin störf.