Félagsmálanefnd
135. fundur
9. júní 2020
kl.
16:15
-
17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Ungt fólk - 8.-10.bekkur könnun
Fyrir liggja niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020. Könnunin var lögð var fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi í febrúar síðastliðnum. Í rannsókninni var að þessu sinni bætt við spurningum um svefnvenjur, koffínneyslu og rafrettunotkun. Niðurstöður lagðar fram til kynningar í félagsmálanefnd.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.
3.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd drögum að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði auk tillögu um að meðal verkefna menningar- og nýsköpunarnefndar verði tjaldsvæði og áfangastaðir ferðamanna í Fjarðabyggð ásamt því að yfirstjórn þeirra verkefna verði falin stjórnsýslu- og þjónustusviði. Bæjarráð hefur staðfestt tillögur um tilfærslu yfirstjórnar tjaldsvæða og áfangastaða.
Bæjarráð hefur einnig samþykkt tillögu í minnisblaði um að skipa teymi á stjórnsýslu- og þjónustusviði sem í sitja forstöðumaður safnastofnunar, forstöðumaður menningarstofu, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Verkefni hópsins er að skoða og þróa hugmyndir um aðkomu skapandi sumarstarfa í samvinnu við verkefnastjóra skapandi sumarstarfa. Ferðamálastefnu vísað til kynningar í öllum fastanefndum.
Bæjarráð hefur einnig samþykkt tillögu í minnisblaði um að skipa teymi á stjórnsýslu- og þjónustusviði sem í sitja forstöðumaður safnastofnunar, forstöðumaður menningarstofu, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Verkefni hópsins er að skoða og þróa hugmyndir um aðkomu skapandi sumarstarfa í samvinnu við verkefnastjóra skapandi sumarstarfa. Ferðamálastefnu vísað til kynningar í öllum fastanefndum.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Fyrir liggur minnisblað félagsmálanefndar vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2021.
Nefndin samþykkir tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
Nefndin samþykkir tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.