Félagsmálanefnd
136. fundur
8. september 2020
kl.
16:15
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Farið yfir samþykkt bæjarráðs á breytingum á forsendum rammaúthlutunar og úthlutaðan ramma fyrir fjárhagsáætlun málaflokksins 2021. Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra og félagsmálastjóra að vinna starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar og leggja aftur fyrir nefndina.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun hjúkrunarheimila 2021
Farið yfir forsendur fyrir rekstur hjúkrunarheimilanna árið 2021. Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna mun koma með tillögur fyrir rekstraráætlun fyrir árið 2021.
3.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar kynnti umhverfisstefnu Fjarðabyggðar fyrir félagsmálanefnd.
4.
Reglur um stoð- og stuðningsþjónustu
Framlagðar eru nýjar reglur um stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð til samþykktar í félagsmálanefnd. Með nýjum reglum er öll stuðningsþjónusta sett undir sömu reglur. Reglurnar eiga því við um þjónustu við börn sem fullorðna og innan heimilis sem utan. Reglurnar ná einnig yfir þjónustu við fatlað fólk.
Með nýjum reglum falla því úr gildi reglur Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu, reglur Fjarðabyggðar um stuðningsfjölskyldur, reglur um félagslega liðveislu hjá félagsþjónustusviði Fjarðabyggðar, reglur um snjómokstur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.
Félagsmálanefnd samþykkir reglur um stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
Með nýjum reglum falla því úr gildi reglur Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu, reglur Fjarðabyggðar um stuðningsfjölskyldur, reglur um félagslega liðveislu hjá félagsþjónustusviði Fjarðabyggðar, reglur um snjómokstur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.
Félagsmálanefnd samþykkir reglur um stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
5.
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar félagsmálanefndar.
6.
Uppsögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi
Framlagður tölvupóstur Beu Meijer í tengslum við uppsögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ræða við Rauða Krossinn um málið enda er það óviðunandi að ekki sé svæðisfulltrúi á Austurlandi.
Félagsmálanefnd lýsir yfir áhyggjum vegna uppsagnar svæðisfulltrúa RKÍ.
Félagsmálanefnd lýsir yfir áhyggjum vegna uppsagnar svæðisfulltrúa RKÍ.
7.
Málefni hjúkrunarheimila, samningar við Sjúkratryggingar
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimila til bæjarráðs umsögn vegna samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna. Vaxandi taprekstur hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Mikill taprekstur verður á rekstri hjúkrunarheimilanna á árinu 2020 og fyrirséð er að hann verður einnig mikill á næsta ári að öðru óbreyttu. Í ljósi þessa og umræðunnar á fundinum mælir framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna með að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstrinum verði sagt upp. Framkvæmdaráðið telur að uppsögn á samningi sé neyðarúrræði við núverandi aðstæður. Bæjarráð tekur undir bókun framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna og vísar málinu til félagsmálanefndar. Málinu er jafnframt vísað til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu. Félagsmálanefnd tekur undir bókun framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
8.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 18
Fundargerð 18. fundar framkvæmdaráðs kynnt í félagsmálanefnd.