Félagsmálanefnd
137. fundur
29. september 2020
kl.
16:15
-
17:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Jóhann Óskar Þórólfsson
varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi launaáætlun og vísar til bæjarráðs. Nefndin felur félagsmálastjóra að halda áfram vinnu við starfs-og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar.
2.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2021 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna frá 1.1.2021 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu félagsmálanefndar ásamt minnisblaði félagsmálastjóra og stjórnanda barnaverndar. Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna fyrir sitt leyti enda rúmast breytingarnar innan fjárhagsramma félagsmálanefndar 2021. Félagsmálanefnd vísar málinu til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2021
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðabliki Neskaupstað ásamt minnisblaði félagsmálastjóra lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Lagt er til að gjaldskrá hækki um 2,4% sem nemur almennum verðlagsbreytingum. Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðabliki vegna ársins 2021 fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2021
Gjaldskrá stuðningsþjónustu ásamt minnisblaði félagsmálastjóra lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu nefndar. Lagt er til að gjaldskrá hækki um 2,4% eða sem nemur almennum verðlagsbreytingum. Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu 2021 fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
5.
Reglur um stuðningsþjónustu
Bæjarráð hefur samþykkt reglur um stuðningsþjónustu fyrir sitt leyti og vísað þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar jafnframt til sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálanefndar endurskoðun á hlutaðeigandi gjaldskrám vegna breytinga sem nýjar reglur fela í sér og leysa eldri reglur af. Félagsmálanefnd hefur endurskoðað gjaldskrár og samþykkt nýja gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu sem vísað hefur verið til bæjarráðs.
6.
Rekstur hjúkrunarheimila 2020
Vísað frá Framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna:
Farið yfir fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilana. Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra um rekstur heimilanna og fjárþörf út rekstrarárið. Í greinargerðinni kemur fram að fjárþörf Hulduhlíðar er um 14 m.kr. og Uppsala um 16. m.kr. eða samtals 30 m.kr. Framkvæmdaráðið samþykkir að nauðsynlegt sé að veita þennan fjárstuðning til heimilanna og vísar til bæjarráðs til afgreiðslu. Félagsmálanefnd hefur þegar samþykkt erindið.
Farið yfir fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilana. Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra um rekstur heimilanna og fjárþörf út rekstrarárið. Í greinargerðinni kemur fram að fjárþörf Hulduhlíðar er um 14 m.kr. og Uppsala um 16. m.kr. eða samtals 30 m.kr. Framkvæmdaráðið samþykkir að nauðsynlegt sé að veita þennan fjárstuðning til heimilanna og vísar til bæjarráðs til afgreiðslu. Félagsmálanefnd hefur þegar samþykkt erindið.
7.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 19
Fundargerð 19. fundar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna kynnt í félagsmálanefnd.