Fara í efni

Félagsmálanefnd

138. fundur
13. október 2020 kl. 16:15 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Leikskólamál
Málsnúmer 2009173

Til umræðu voru málefni barna sem náð hafa 12 mánaða aldri en af einhverjum orsökum komast ekki inn í leikskóla í byggðarkjarnanum þar sem barnið á lögheimili. Þegar slík tilfelli hafa komið upp hefur sveitarfélagið boðið börnum upp á leikskólavistun í nálægum byggðarkjörnum og einnig hefur verið auglýst eftir dagforeldrum í viðkomandi byggðarkjarna. Fræðslunefnd hefur skoðað þriðja möguleikann, þ.e. að foreldrum bjóðist tímabundnar foreldragreiðslur, sem falla niður ef barninu býðst vistun í leikskóla eða vistun hjá dagforeldri í þeim byggðarkjarna þar sem barnið á lögheimili. Fyrir liggja drög að breytingum á reglum um dagvistun barna í heimahúsi, þar sem foreldragreiðslum er bætt við sem úrræði. Fræðslunefnd vill jafnframt ítreka mikilvægi þess að börn fái leikskólavistun frá 12 mánaða aldri og því hefur sveitarfélagið unnið að stækkun leikskólahúsnæðis undanfarin ár með góðum árangri, þannig að í flestum tilfellum hafa leikskólarnir geta tekið inn börn um leið og þau verða 12 mánaða. Fræðslunefnd líst vel á drögin og vísar þeim til félagsmálanefndar til frekari umræðu og samþykktar. Félagsmálanefnd samþykkir drögin og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga frá reglunum og leggja fyrir bæjarráð.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Málsnúmer 2005022
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar lögð fram til umræðu og meðferðar í félagsmálanefnd. Félagsmálanefnd samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
3.
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021
Málsnúmer 2009001
Framlögð er styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja Aflið um 150.000 kr. á árinu 2021.
4.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 20
Málsnúmer 2010011F
Fundargerð 20. fundar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna tekin á dagskrá með samþykki fundarmanna og lögð fram til kynningar í félagsmálanefnd.