Fara í efni

Félagsmálanefnd

139. fundur
10. nóvember 2020 kl. 16:15 - 17:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur
Málsnúmer 2009173
Framlagðar eru reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs til meðferðar og samþykktar í félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
2.
Íþrótta -og tómstundastyrkur ríkið
Málsnúmer 2011009
Framlögð eru drög að reglum Fjarðabyggðar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki. Um er að ræða úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarf, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.

Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Málsnúmer 2005022
Bréf til byggðarsamlags B hluta, málefna fatlaðs fólks, kynnt félagsmálanefnd.
4.
Viðbragðsáætlanir COVID
Málsnúmer 2003072
Gildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar hefur áhrif á starfsemi fjölskyldusviðs. Félagsmálastjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs greina frá fyrirkomulagi starfseminnar á meðan reglugerðin er í gildi.