Félagsmálanefnd
141. fundur
12. janúar 2021
kl.
16:15
-
17:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Helga Elísabet Guðlaugsdóttir
Félagsmálastjóri
Dagskrá
1.
Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Kynnt er bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember 2020, ásamt lokaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning. Samkvæmt skýrslunni er lagt til að almennar húsnæðisbætur ríkisins og sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga verði sameinaður í eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við almenning.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem tala fyrir samræmingu milli sveitarfélaga í þessum efnum og að þjónustuþegi geti sótt þjónustuna á einn stað í stað tveggja nú. Erfitt sé þó að taka afstöðu til hugmyndanna þar sem ekki er tekin afstaða til skiptingar kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga.
Nefndin felur starfsmönnun nefndarinnar að vinna umsögn um framangreint og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem tala fyrir samræmingu milli sveitarfélaga í þessum efnum og að þjónustuþegi geti sótt þjónustuna á einn stað í stað tveggja nú. Erfitt sé þó að taka afstöðu til hugmyndanna þar sem ekki er tekin afstaða til skiptingar kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga.
Nefndin felur starfsmönnun nefndarinnar að vinna umsögn um framangreint og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
2.
355.mál til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu,
Kynnt er beiðni um umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um Barna og fjölskyldustofu.
3.
356.mál til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála,
Kynnt er beiðni um umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
4.
354.mál til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna,
Kynnt er beiðni um umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Fram kemur að mikil vinna er í gangi í samfélaginu í tengslum við frumvarpið og innleiðingu þess, m.a. hjá Sambandinu. Nefndin óskar eftir að vera haldið upplýst um framgang málsins.
Nefndin felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að skoða sérstaklega helstu atriði frumvarpsins sem snertir sveitarfélögin og verkefni félagsþjónustunnar. Óskað er eftir umsögn þar að lútandi fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fram kemur að mikil vinna er í gangi í samfélaginu í tengslum við frumvarpið og innleiðingu þess, m.a. hjá Sambandinu. Nefndin óskar eftir að vera haldið upplýst um framgang málsins.
Nefndin felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að skoða sérstaklega helstu atriði frumvarpsins sem snertir sveitarfélögin og verkefni félagsþjónustunnar. Óskað er eftir umsögn þar að lútandi fyrir næsta fund nefndarinnar.
5.
Félagsmálanefnd 2021
Kynnt er minnisblað starfsmanns nefndarinnar um fundartíma nefndarinnar 2021.
Nefndin samþykkir framangreinda tillögu starfsmanns með þeirri breytingu að fundur í apríl 2021 verði þann 6. apríl 2021 og að ekki verður fundur í júlímánuði.
Nefndin samþykkir framangreinda tillögu starfsmanns með þeirri breytingu að fundur í apríl 2021 verði þann 6. apríl 2021 og að ekki verður fundur í júlímánuði.