Félagsmálanefnd
143. fundur
9. mars 2021
kl.
16:15
-
17:15
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson
Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Ársreikningur Hulduhlíðar 2020
Lagður fram ársreikningur Hulduhlíðar 2020. SÁS kynnir ársreikninginn ásamt endurskoðunarskýrslu.
Félagsmálanefnd samþykkir reikninginn samhljóða og án athugasemda.
Félagsmálanefnd samþykkir reikninginn samhljóða og án athugasemda.
2.
Ársreikningur Uppsala 2020
Lagður fram ársreikningur Uppsala 2020. SÁS kynnir ársreikninginn ásamt endurskoðunarskýrslu.
Félagsmálanefnd samþykkir reikninginn samhljóða og án athugasemda.
Félagsmálanefnd samþykkir reikninginn samhljóða og án athugasemda.
3.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 22
Formaður félagsmálanefndar kynnir fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna nr. 22.
4.
452. mál - Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)
ÓS kynnir frumvarp til laga um málefni innflytjenda. Að mati nefndarinnar er ekki tilefni til að senda nefndasviði Alþingis umsögn vegna málsins.
5.
Viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga
Formaður nefndarinnar kynnir viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðarstofnunar.
6.
Jafnréttisstefna 2021
Formaður nefndarinnar kynnir drög að endurskoðaðri jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2021-2023.
7.
Reglur um geymslu og meðferð lyfja
ÓS kynnir drög að reglum um geymslu og meðferð lyfseðilsskyldra lyfja. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.
8.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2021
ÓS og LÞ kynna fyrir nefndinni drög að reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til Bæjarráðs til staðfestingar.