Félagsmálanefnd
144. fundur
11. maí 2021
kl.
16:15
-
17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Óskar Sturluson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson
Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Notendaráð og samráðshópar 2021
Helga Elísabet kynnir minnisblað sviðsstjóra, þar sem lögð er fram hugmynd um stofnun notendaráðs allra notenda félagsþjónustu Fjarðabyggðar, skv. félagsþjónustulögum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
2.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Formaður nefndarinnar kynnir drög að skýrslu Eflu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð.
3.
Skammtímadvöl á Bakkabakka 2022
Helga Elísabet kynnir minnisblað um rekstur skammtímadvalar fyrir fullorðna á Bakkabakka. Fjölskyldusvið leitast við að styðja fullorðið fatlað fólk til sjálfstæðs lífs með stuðningsþjónustu á heimili og félagsumhverfi. Nefndin samþykkir tillöguna sem fram kemur í minnisblaðinu fyrir sitt leyti og vísar til Bæjarráðs.
4.
Frístundaúrræði allra barna 2021
Helga Elísabet kynnir minnisblað sviðsstjóra um frístundaþjónustu fatlaðra barna í Fjarðabyggð. Nefndin samþykkir tillögurnar sem fram koma í minnisblaðinu fyrir sitt leyti. Tekur undir að þörf er fyrir frístundaþjónustu fyrir fötluð börn yfir vetrartímann auk þess sem skylt er að veita þjónustuna einnig yfir sumarið. Verið er að stórauka þjónustu við fötluð börn í Fjarðabyggð í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Óskar kynnir reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2022. Kynnt er að formaður nefndarinnar þurfi að funda með fjármálastjóra og bæjarstjóra ásamt stjórnendum sviðsins fyrir næsta fund nefndarinnar sem áætlaður er þann 8. júní nk. Starfsáætlun þarf að liggja fyrir á þeim fundi nefndarinnar, enda þarf að leggja hana fyrir bæjarráð þann 11. s.m.