Fara í efni

Félagsmálanefnd

146. fundur
21. september 2021 kl. 16:15 - 17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Valdimar Másson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir embættismaður
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021
Málsnúmer 2102136
Stjórnendur kynna beiðni kvennaathvarfsins um styrk að fjárhæð kr. 400.000, vegna rekstrarársins 2021. Kynnt er að gert sé ráð fyrir styrknum á fjárhagsáætlun ársins. Nefndin samþykkir að greiða styrk til kvennaathvarfsins, að fjárhæð kr. 400.000 í samræmi við beiðnina.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Málsnúmer 2104133
Stjórnendur kynna fyrir nefndinni bréf fjármálastjóra varðandi fjárhagsramma fjölskyldusviðs fyrir árið 2022. Félagsmálanefnd felur stjórnendum að vinna starfs- og fjárhagsáætlun 2022 í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Frekari umræðu er frestað til næsta fundar.
3.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn 2022
Málsnúmer 2109076
Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna er tekin til umræðu. Félagsmálanefnd samþykkir að gjaldskráin verði óbreytt, þ.e. að hún taki aðeins þeim breytingum sem innfelldar eru í gjaldskránni sjálfri, þar sem mælt er fyrir um að greiðslur taki mið að barnalífeyri hverju sinni.
4.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2022
Málsnúmer 2109090
Gjaldskrá um stuðningsþjónustu 2022 er tekin til umfjöllunar. Félagsmálanefnd ákveður að fresta frekari umræðu um gjaldskrána til næsta fundar nefndarinnar.
5.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2022
Málsnúmer 2109096
Gjaldskrá um þjónustuíbúðir fyrir aldraða er tekin til umfjöllunar. Félagsmálanefnd ákveður að fresta frekari umræðu um gjaldskrána til næsta fundar nefndarinnar.
6.
Jólasjóður 2021
Málsnúmer 2109184
Stjórnendur kynna minnisblað stjórnanda félagsþjónustu- og barnaverndar um jólasjóð. Félagsmálanefnd samþykkir að Fjarðabyggð komi að málefnum sjóðsins með þeim hætti sem mælt er með í minnisblaðinu, það er að aðrir samstarfsaðilar taki að sér að afgreiða umsóknir í sjóðinn og að hlutverk fjölskyldusviðs verði fyrst og fremst að leiðbeina umsækjendum varðandi umsóknir og eftir atvikum að aðstoða samstarfsaðila við frágang. Ákvarðanir um greiðslur úr sjóðnum verði ekki á höndum fjölskyldusviðs.