Félagsmálanefnd
147. fundur
12. október 2021
kl.
16:15
-
17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Lára Elísabet Eiríksdóttir
áheyrnarfulltrúi
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson
Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Umhverfisstjóri kynnir minnisblað sitt um innleiðingu umhverfis- og loftslagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Félagsmálanefnd lýsir fullum stuðningi við verkefnið og fagnar innleiðingunni. Félagsmálanefnd tilnefndir formann nefndarinnar og einn aðalmann nefndarinnar til þátttöku í starfshópi til rýnis á innleiðingarferlum starfsstöðva. Í dag er um að ræða Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur og Guðfinnu Erlínu Stefánsdóttur.
2.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs vegna stuðningsfjölskyldna 2022
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti, að gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna verði óbreytt árið 2022. Afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2022
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð, skv. heimild 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, hækki um 2,4% frá 1. janúar 2022. Afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2022
Félagsmálanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir þjónustugjald í Breiðabliki, íbúðum aldraðra samkvæmt heimild í 20. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, hækki um 2,4% frá og með 1. janúar 2022. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Starfsmenn félagsmálanefndar kynna minnisblað vegna fjárhagsáætlunar félagsmála 2022. Félagsmálanefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögur starfsmanna nefndarinnar að fjárhagsáætlun félagsmálanefndar fyrir árið 2022. Nefndin leggur til að fjárhagsrammi nefndarinnar fyrir næsta ár verði hækkaður til samræmis við áætlunina. Félagsmálanefnd leggur áherslu á að fjárhagsrammi nefndarinnar endurspegli raunþarfir málaflokksins.
6.
Smáhýsi
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að taka málið um umfjöllunar á fundinum með afbrigðum, þar sem málið var ekki á boðaðri dagskrá. Sviðstjóri fjölskyldusviðs leggur fram til kynningar minnisblað um þörf á húsnæðisúrræði fyrir einstaklinga sem þurfa sérúrræði. Félagsmálanefnd lýsti stuðningi við verkefnið og vísar til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.