Fara í efni

Félagsmálanefnd

148. fundur
16. nóvember 2021 kl. 16:15 - 17:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Valdimar Másson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Rekstur hjúkrunarheimila 2021
Málsnúmer 2102144
Fjármálastjóri kynnir málið fyrir nefndinni og er málið rætt.

Félagsmálanefnd sem stjórn Hulduhlíðar, heimili aldraðra kt. 660691-2199 og Uppsala, dvalarheimili aldraðra, kt. 440987-2739 samþykkir að afturkalla prókúru umboð fyrir bæði heimilin til Ragnars Sigurðssonar kt. 081280-3559. Ragnar lét af störfum sem framkvæmdastjóri heimilanna 31.8. 2021.

Félagsmálanefnd sem stjórn Hulduhlíðar, heimili aldraðra kt. 660691-2199 og Uppsala, dvalarheimili aldraðra, kt. 440987-2739, samþykkir að fela Jóni Birni Hákonarsyni, kt. 270173-3149, framkvæmdastjórn heimilanna.

Jafnframt samþykkir félagsmálanefnd sem stjórn Hulduhlíðar, heimili aldraðra kt. 660691-2199 og Uppsala, dvalarheimili aldraðra, kt. 440987-2739, að veita Jóni Birni Hákonarsyni kt. 270173-3149 og Snorra Styrkárssyni kt. 200258-2829 prókúru fyrir bæði heimilin frá 15. nóvember 2021.

2.
Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2022
Málsnúmer 2111046
Framlögð er styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2022 til meðferðar og samþykktar í félagsmálanefnd.
Samþykkt er að styrkja rekstur Stígamóta um kr. 350.000 á árinu 2022.
3.
Félagslegt leiguhúsnæði
Málsnúmer 2009012
Félagsmálanefnd hefur farið yfir mat starfsmanns á þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélagið hafi aðgang að íbúðum til útleigu á félagslegum forsendum og tekur undir það mat að ekki sé skilyrði að íbúðirnar séu í eigu sveitarfélagsins ef aðgangur að íbúðum er tryggður. Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
4.
Úrræði skv. lögum um málefni aldraðra
Málsnúmer 2111087
Nefndin ræðir minnisblað starfsmanns um úrræði fyrir eldri borgara. Frekari umfjöllun um málefni aldraðra er frestað til næsta fundar nefndarinnar.