Félagsmálanefnd
149. fundur
11. janúar 2022
kl.
16:15
-
17:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir
embættismaður
Óskar Sturluson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson
Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Jólasjóður 2021
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir minnisblað, dags. 9. janúar 2022, þar sem lagt er til að Fjarðabyggð greiði kr. 500.000 í jólasjóð Fjarðabyggðar vegna úthlutunar úr sjóðnum árið 2021. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna.
2.
Félagsmálanefnd 2022
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir minnisblað dags. 9. janúar 2022, þar sem settar eru fram tillögur að fundartímum fyrir félagsmálanefnd fram að kosningum í maí 2022. Félagsmálanefnd samþykkir tillögurnar að undanskyldu því að fundur í mars verður þann 1. mars í stað 8. mars.
3.
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
4.
Úrræði skv. lögum um málefni aldraðra
Kynnt fyrir nefndinni eru drögin "Virðing og reisn - samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk - drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið í júní 2021".