Félagsmálanefnd
150. fundur
8. febrúar 2022
kl.
16:15
-
17:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Óskar Sturluson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson
Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi 3.febrúar sl. að farið yrði í stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð. Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórnanda félagsþjónustu og barnaverndar að vinna málið áfram og setja fram áætlun um vinnslu málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.
2.
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál 20. mál
Kynnt er að Fjarðabyggð fékk frá nefndarsviði Alþingi til umsagnar tillögu að þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.Félagsmálanefnd telur ekki ástæðu til að senda umsögn vegna tillögunnar.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir minnisblað um rekstur málefna félagsmálanefndar á árinu 2021.
4.
Öldungaráð - 4
Fundargerð öldungaráðs frá 14.desember lögð fram og samþykkt samhljóða.
5.
Öldungaráð - 5
Fundargerð öldungaráðs frá 24.janúar lögð fram og samþykkt samhljóða.