Félagsmálanefnd
151. fundur
29. mars 2022
kl.
16:15
-
17:35
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
formaður
Ásmundur Páll Hjaltason
varaformaður
Valdimar Másson
aðalmaður
Heiðar Már Antonsson
aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Óskar Sturluson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson
Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Ókyngreindir búningsklefar og salerni í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar
Bréf Jafnréttisteymis og íþróttakennara Verkmenntaskóla Austurlands er varðar íþróttamannvirki í Neskaupstað er tekið til umfjöllunar. Félagsmálanefnd tekur undir mikilvægi erindisins.
2.
418. mál til umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030
Kynnt er umsagnarbeiðni nefndarsviðs Alþingis, 418. mál. Að mati félagsmálanefndar er ekki talin ástæða til að senda umsögn vegna þingsályktunartillögunarinnar.
3.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynna minnisblað um stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd vísar tillögunum sem fram koma í minnisblaðinu til umfjöllunar í öldungaráði.
4.
Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu
Erindi Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er kynnt félagsmálanefnd. Nefndin tekur vel í erindið.
5.
Flóttafólk frá Úkraínu
Þamm 9. mars sl. barst erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um getu sveitarfélaga til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Erindinu var vísað til fræðslu- og félagsmálanefnda og til úrlausnar á fjölskyldusviði þann 17. mars sl.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað varðandi mögulega aðstoð við flottafólk frá Úkraínu. Félagsmálanefnd tekur undir það sem fram kemur í minnisblaðinu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað varðandi mögulega aðstoð við flottafólk frá Úkraínu. Félagsmálanefnd tekur undir það sem fram kemur í minnisblaðinu.