Fara í efni

Félagsmálanefnd

151. fundur
29. mars 2022 kl. 16:15 - 17:35
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varaformaður
Valdimar Másson aðalmaður
Heiðar Már Antonsson aðalmaður
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Ókyngreindir búningsklefar og salerni í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2202006
Bréf Jafnréttisteymis og íþróttakennara Verkmenntaskóla Austurlands er varðar íþróttamannvirki í Neskaupstað er tekið til umfjöllunar. Félagsmálanefnd tekur undir mikilvægi erindisins.

2.
418. mál til umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030
Málsnúmer 2203142
Kynnt er umsagnarbeiðni nefndarsviðs Alþingis, 418. mál. Að mati félagsmálanefndar er ekki talin ástæða til að senda umsögn vegna þingsályktunartillögunarinnar.
3.
Stefnumótun og þarfagreining í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 2202015
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynna minnisblað um stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd vísar tillögunum sem fram koma í minnisblaðinu til umfjöllunar í öldungaráði.
4.
Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu
Málsnúmer 2203078
Erindi Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er kynnt félagsmálanefnd. Nefndin tekur vel í erindið.
5.
Flóttafólk frá Úkraínu
Málsnúmer 2203124
Þamm 9. mars sl. barst erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um getu sveitarfélaga til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Erindinu var vísað til fræðslu- og félagsmálanefnda og til úrlausnar á fjölskyldusviði þann 17. mars sl.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað varðandi mögulega aðstoð við flottafólk frá Úkraínu. Félagsmálanefnd tekur undir það sem fram kemur í minnisblaðinu.