Fara í efni

Félagsmálanefnd

154. fundur
21. júní 2022 kl. 16:15 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Þórhallur Árnason varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Félagsmálanefnd 2022
Málsnúmer 2201062
Farið er yfir fundartíma nefndarinnar fram að áramótum 2022/2023. Nefndin samþykkir fundartíma í samræmi við tillögur í minnisblaði stjórnanda félagsþjónustu og barnaverndar.

Kynnt er minnisblað sem lagt var fyrir félagsmálanefnd vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2022
Málsnúmer 2104133
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir rekstur málaflokka nefndarinnar, ásamt öðrum stjórnendum sem hafa með málefni nefndarinnar að gera. Farið er yfir rekstur fyrstu fjóra mánuði ársins.
3.
Sprettur
Málsnúmer 2001250
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir minnisblað um Sprett.
4.
Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Málsnúmer 2103044
Formaður nefndar kynnir bréf Jafnréttisstofu, dags. 2. mars 2021 um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög, þar sem bent er á skyldur sveitarfélagsins að endurskoða jafnréttisáætlun að afloknum kosningum í maí 2022. Nefndin felur sviðsstjóra að endurskoða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir nefndina á næsta fundi hennar.
5.
Húsnæðismál félags eldri borgara á Eskifirði
Málsnúmer 2205281
Formaður félagsmálanefndar kynnir bréf félags eldriborgara á Eskifirði, dags. 25. maí 2022 og bókanir bæjarráðs og bæjarstjórnar.