Fara í efni

Félagsmálanefnd

155. fundur
9. ágúst 2022 kl. 16:15 - 16:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Ásmundur Páll Hjaltason varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Óskar Sturluson embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Óskar Sturluson Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Málsnúmer 2205172
Formaður félagsmálanefndar kynnir skipan fulltrúa í Öldungaráðs Fjarðabyggðar fyrir nefndinni.
2.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2022
Málsnúmer 2205195
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir ársskýrslu og ársreikning Starfa fyrir árið 2021.
3.
Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Síðari úthlutun
Málsnúmer 2208009
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir tölvubréf Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 2. ágúst 2022, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að sveitarfélög geti sótt um stuðning vegna móttöku barna á flótta.
4.
Félag heyrnarlausra óskar eftir styrk
Málsnúmer 2208002
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir tölvubréf Félags heyrnalausra þar sem óskað eftir að styrk vegna þátttöku heyrnalausra ungmenna og leiðbeinanda á vegum félagsins á Norðurlandamót og Evrópumót ungmenna á aldrinum 8-15 ára. Félagsmálanefnd þakkar fyrirspurnina en telur sér því miður ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni. Stjórnanda félagsþjónustu er falið að svara beiðninni fyrir hönd nefndarinnar.
5.
Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð
Málsnúmer 2207054
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar. Lagt er fyrir sviðststjóra að taka saman stutta kynningu fyrir nefndina um helstu niðurstöður.