Fara í efni

Félagsmálanefnd

156. fundur
6. september 2022 kl. 16:15 - 18:22
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Þórhallur Árnason varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Inga Rún Beck Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2023
Málsnúmer 2208080
Fjármálastjóri kynnir fjárhagsramma fyrir málaflokk 02 félagsþjónustu fyrir árið 2023. Félagsmálanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna fjárhagsáætlun með tilliti til hagræðingar í rekstri og leggja fyrir að nýju.
2.
Sprettur -samþætting þjónustu
Málsnúmer 2001250
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir vinnu og verklag samþættingu þjónustu í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd felur starfsmanni nefndar að láta þýða bæklinginn um farsældarþjónustu barna.
3.
Reglur 2022
Málsnúmer 2209008
Sviðsstjóri kynnir til samþykktar drög að nýjum reglum varðandi samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Félagsmálanefnd samþykkir drög að reglum um þjónustu í þágu farsældar barna fyrir sitt leyti.
4.
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 15. September 2022
Málsnúmer 2208067
Lagt er fram til kynningar landsfundur jafnréttismála sem haldin verður á Akureyri 15. september 2022. Formaður félagsmálanefndar fer fyrir hönd Fjarðabyggðar.
5.
Rekstraryfirlit 2022
Málsnúmer 2209009
Sviðstjóri fjölskyldusviðs fer yfir hálfsárs rekstraryfirlit félagsmála- og barnaverndar.