Fara í efni

Félagsmálanefnd

162. fundur
7. febrúar 2023 kl. 16:15 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður
Þórhallur Árnason varaformaður
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Eygerður Ósk Tómasdóttir varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Inga Rún Beck Sigfúsdóttir Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu
Dagskrá
1.
Fundaáætlun félagsmálanefndar vor 2023
Málsnúmer 2301154
Nefndin samþykkti fundaáætlun félagsmálnefndar fyrir fyrri hluta árs 2023, með einni breytingu, ekki verður fundur 17. maí heldur þriðjudaginn 16. maí.
2.
Fjárhagsyfirlit félagsmálanefndar 2022
Málsnúmer 2302029
Sviðstjóri fjölskyldusviðs fór yfir fjárhagsyfirlit ársins 2022 í félagsþjónustu og barnavernd.
Rekstrarniðurstaða félagsþjónustunnar í heild fór 2% yfir áætlun.
Skýringar eru í meðfylgjandi minnisblaði.
3.
Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu
Málsnúmer 2301026
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar Fjarðabyggðar kynnir samning um sameiginlega barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 2. febrúar 2023.
4.
Fagteymi á fjölskyldusviði
Málsnúmer 2302033
Laufey þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar kynnir fagteymi innan stoð og stuðningsþjónustu. Fagteymi í málefnum fatlaðs fólks og fagteymi í málefnum
eldra fólks. Markmið teymanna er að: Efla enn frekar faglegt starf í málaflokknum,
marka stefnu með tilliti til bestu upplýsinga og þekkingar á hverjum tíma í samráði við nefndir og ráð og styðja við og styrkja starfsmenn og stjórnendur
5.
Kynning nýrra félagslegra íbúða í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 2302031
Laufey Þórðardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs kynnir fimm nýjar íbúðir í Fjarðabyggð í eigu Brákar sem Fjarðabyggð er boðið að nýta til félagslegrar úthlutunar. Farið var yfir fjölda fólks á biðlista.
6.
Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023
Málsnúmer 2302044
Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir árið 2023. Eftirfarandi breytingar sem gerðar voru á eldri reglum. Tekin voru út tekju- og eignarviðmið í stað þess er vísað er í leiðbeiningar félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Tekju- og eignaviðmið verða birt undir flipanum gjaldskrá á heimasíðu Fjarðabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingar fyrir sitt leyti.